Tíu ár með HEIMA

Fréttir

Tónlistarhátíðin HEIMA fagnar tíu ára afmæli  í ár. Þetta árið stíga fjórtán listamenn á svið í hjarta Hafnarfjarðar, heima í stofum Hafnfirðinga, og hafa þeir aldrei verið fleiri. Það stefnir allt í að síðasti vetrardagur 2024 verði ansi fjörugur í Hafnarfirði enn eitt árið.

Aldrei fleiri listamenn í sögu hátíðarinnar

Tónlistarhátíðin HEIMA fagnar tíu ára afmæli  í ár. Þetta árið stíga fjórtán listamenn á svið í hjarta Hafnarfjarðar, heima í stofum Hafnfirðinga, og hafa þeir aldrei verið fleiri. Sérstakur gestur hátíðarinnar í ár er Døgg Nónsgjógv en hátíðin á rætur að rekja til HOYMA í Gøtu í Færeyjum og hafa aðstandendur reynt að halda í þá hefð að bjóða upp á eitt atriði frá Færeyjum ár hvert. Það stefnir allt í að síðasti vetrardagur 2024 verði ansi fjörugur í Hafnarfirði enn eitt árið.

Miðasalan fer fram á tix.is

Einstök og hlýleg hátíð i Hjarta Hafnarfjarðar

HEIMA-hátíðin hefur rækilega fest sig í sessi sem skemmtileg og einstök tónlistarhátíð þar sem boðið er upp á öðruvísi upplifun og meiri nánd en tónleikagestir og listamenn eiga almennt að venjast. Hafnfirðingar opna heimili sín í miðbæ Hafnarfjarðar og í hverju húsi, frá kl. 19:30-23, spila tveir mismunandi listamenn eða hljómsveitir. Fríkirkjan í Hafnarfirði er eitt af HEIMA – húsum og hefur verið um árabil. Hátíðin nýtir einnig sviðið í Bæjarbíói sem endurspeglar fjölbreytileika hátíðarinnar – allskonar hús og allskonar tónlist. Þar koma gestir hátíðarinnar, sem vilja enn meiri menningu og gleði, saman undir lok hátíðarinnar.

Hátíðin hefst með lifandi tónlist í Ægir 220 

HEIMA 2024 verður sett í Ægi 220 kl. 19 með lifandi tónlist og þar verða armbönd hátíðarinnar afhent á hátíðardag, miðvikudaginn 24. apríl, frá kl. 14. Fyrstu HEIMA-tónleikarnir hefjast kl. 19.30 í Fríkirkjunni og þeim síðustu lýkur um kl. 23.Lokaatriðin í Bæjarbíói eru tvö að þessu sinni, en þar hefst dagskrá klukkan 23:15 og stendur í c.a. klukkustund. HEIMA er tónlistarhátíð sem býður uppá nánd flytjenda og gesta sem og fjölbreytta tónlist fyrir allskonar fólk á öllum aldri. Í hópi listamanna í ár eru Rebekka Blöndal, Klara Elias, Døgg Nónsgjógv, Margrét Eir, Brek, GDRN og Magnús Jóhann, Hipsumhaps og Emmsjé Gauti.

 

Ábendingagátt