Tjaldsvæði á Víðistaðatúni opið fyrir Grindvíkinga

Fréttir

Grindvíkingar sem komnir eru með hjólhýsi og húsbíla og vantar fastan samastað með aðgengi að salerni og eldhúsaðstöðu eru nú boðnir velkomnir á tjaldsvæðið þeim að endurgjaldslausu.

Hafnarfjarðarbær í samstarfi við Skátafélagið Hraunbúa unnu að því hörðum höndum um helgina að færa tjaldsvæði Hafnarfjarðar á Víðistaðatúni úr vetrardvala til opnunar fyrir Grindvíkinga. Grindvíkingar sem komnir eru með hjólhýsi og húsbíla og vantar fastan samastað með aðgengi að salerni og eldhúsaðstöðu eru nú boðnir velkomnir á tjaldsvæðið þeim að endurgjaldslausu.

Handvirk innskráning – ekki PARKA

Frá og með deginum í dag, mánudeginum 13. nóvember, geta Grindvíkingar haft samband við Brynjar Örn Svavarsson rekstrarstjóra Skátamiðstöðvarinnar Hraunbyrgis að Hjallabraut 51 í síma: 895 0906. Í ljósi þess að tjaldsvæðið er undir venjulegum kringumstæðum lokað frá og með 15. september – 15. maí þá verður ekki opnað fyrir skráningar í gegnum Parka heldur verður hleypt handvirkt inn á svæðið. Nú þegar eru laus 9 stæði með rafmagni og mun eftirspurn ráða því hvort opnað verður fyrir fleiri stæði.

Grindvíkingar – hugur okkar er hjá ykkur!

Ábendingagátt