TM hlutskarpast í útboði

Fréttir

Hafnarfjarðarbær og Tryggingamiðstöðin hf. (TM) skrifuðu í dag undir nýjan samning um vátryggingarviðskipti fyrir sveitarfélagið.

Hafnarfjarðarbær og Tryggingamiðstöðin hf. (TM) skrifuðu í dag undir nýjan samning um vátryggingarviðskipti fyrir sveitarfélagið. Nýtt útboð í heildartryggingar Hafnarfjarðarbæjar skilar sparnaði upp á tæpar 17 milljónir króna á ári eða um 51 milljónir króna á þriggja ára samningstíma. Samhliða voru tryggingarverðmæti endurmetin  þannig að útboð er ekki einungis að skila sparnaði heldur einnig betri tryggingum á hagstæðari kjörum.

Hagstæðari tryggingar og aukin tryggingarverðmæti

Rík áhersla hefur verið lögð á að lækka rekstarkostnað Hafnarfjarðarbæjar og er þessi nýi samningur við Tryggingamiðstöðina liður í þjónustuútboðum sveitarfélagsins. Tryggingar voru boðnar út á haustmánuðum og var Tryggingamiðstöðin hlutskörpust í útboði að uppfylltum ákveðnum ramma sem settur var fram í útboðsgögnum Hafnarfjarðarbæjar. 

Hér má sjá fulltrúa Hafnarfjarðarbæjar og fulltrúa TM við undirritun á nýjum samningi

Nýtt útboð í heildartryggingar Hafnarfjarðarbæjar er, sem fyrr segir, að skila sparnaði upp á tæpar 17 milljónir króna á ári eða um 51 milljónir króna á samningstímanum. Nýr samningur gildir til þriggja ára eða frá og með 1. janúar 2016 – 31. desember 2018 með möguleika á framlengingu tvisvar sinnum í tvö ár í senn. Samhliða voru tryggingarverðmæti endurmetin þannig að útboð er ekki einungis að skila sparnaði heldur einnig betri tryggingum á hagstæðari kjörum. Til stendur að bjóða út fleiri þjónustuþætti á nýju rekstrarári og koma þannig útboðum í reglubundinn og fastan farveg innan sveitarfélagsins. 

Ábendingagátt