Tökum ábyrgð, flokkum og drögum úr sóun

Fréttir

Þessa dagana stendur SORPA fyrir átaki í að hvetja íbúa til að kynna sér flokkunarvefinn www.sorpa.is. Markmiðið er að ná úr gráu tunnunni þeim flokkum sem eiga sér endurnýtingarfarveg. Gler, lyf, raftæki, spilliefni og textíll eiga sér öll endurnýtingarfarveg og eiga ekki heima með blönduðum úrgangi. Því er mikil áhersla lögð á að flokka þessi efni og skila í réttan farveg.

Þessa dagana stendur SORPA fyrir átaki í að hvetja íbúa til að kynna sér flokkunarvefinn www.sorpa.is. Markmiðið er að ná úr gráu tunnunni þeim flokkum sem eiga sér endurnýtingarfarveg. Gler, lyf, raftæki, spilliefni og textíll eiga sér öll endurnýtingarfarveg og eiga ekki heima með blönduðum úrgangi. Því er mikil áhersla lögð á að flokka þessi efni og skila í réttan farveg.

Sumar-2019-allar-saman

Ný gas- og jarðgerðarstöð fyrir blandaðan úrgang opnar í febrúar 2020

Í febrúar 2020 tekur til starfa gas- og jarðgerðarstöð SORPU og þá er sérstaklega mikilvægt að þessir efnisflokkar fari ekki í gráu tunnuna. Markmiðið með gas- og jarðgerðarstöðinni er að endurnýta allan lífrænan úrgang sem til fellur á heimilum á höfuðborgarsvæðinu. Í stöðinni verður unnið úr 35.000 tonnum af lífrænum heimilisúrgangi og framleitt ökutækjaeldsneytið metan á um 8000 bíla og um 12.000 tonn af jarðvegsbæti sem hentar meðal annars vel til landgræðslu.

Gler, lyf, raftæki, spilliefni og textíll eiga ekki heima með þessum afurðum stöðvarinnar og því mjög mikilvægt að flokka rétt. Breytt vinnsla heimilisúrgangs mun hafa margvísleg jákvæð áhrif á bæði umhverfi og samfélag. 

Sjá nánar

Ábendingagátt