Tökum hoppandi á móti páskunum!

Fréttir

Loft er komið í alla fjóra ærslabelgina sem settir hafa verið upp í Hafnarfirði. Vinna við gangsetningu eftir vetrardvöl hófst í gær og nú geta börn og ungmenni á öllum aldri tekið hoppandi á móti páskunum. Belgirnir eru yfirleitt opnir í takti við útivistartíma barna og ungmenna, til að byrja með frá kl. 9-18. 

….og hjálpumst að við að halda þeim heilum

Loft er komið í alla fjóra ærslabelgina sem settir hafa verið upp í Hafnarfirði. Vinna við gangsetningu eftir vetrardvöl hófst í gær og nú geta börn og ungmenni á öllum aldri tekið hoppandi á móti páskunum. Belgirnir eru yfirleitt opnir í takti við útivistartíma barna og ungmenna, til að byrja með frá kl. 9-18. 

Fjórir ærslabelgir í Hafnarfirði á tveimur árum

Allt frá því að ákvörðun bæjaryfirvalda í Hafnarfirði um kaup og uppsetningu á ærslabelgi var tekin vorið 2019 lá fyrir vilji fyrir því að setja upp belgi á fleiri stöðum í bænum og uppfylla vilja og óskir fjölmargra bæjarbúa. Ærslabelgur á Víðistaðatúni var opnaður sumarið 2019 og belgur á ÓlaRun túni ári seinna eða 17. júní 2020. Nýr ærslabelgur er í Stekkjarhrauni, skammt frá leikskólanum Hlíðarenda, var opnaður 16. júní 2021 og þá um haustið opnaði nýr belgur á lóð Hraunvallaskóla.

  • Ærslabelgur á Víðistaðatúni
  • Ærslabegur á ÓlaRun túni
  • Ærslabelgur í Setbergi
  • Ærslabelgur við Hraunvallaskóla

Á kortavef Hafnarfjarðarbæjar undir þjónusta og afþreying má sjá upplýsingar um nákvæma staðsetningu ærslabelganna í Hafnarfirði.

Hvað er ærslabelgur?

Ærslabelgur er niðurgrafin loftknúin hoppudýna sem er jafnhá landslaginu og hugsuð er fyrir fólk á öllum aldri til að njóta og leika sér við að hoppa og skoppa. Ærslabelgirnir eru tímastilltir og opnir frá kl. 9-22 alla daga vikunnar yfir sumartímann og frá kl. 9-18 vor og haust þar til frysta tekur og veturinn færist yfir. Ærslabelgirnir eru loftlausir yfir frostmánuðina. Allir „hopparar“ eru vinsamlegast beðnir um að skemmta sér kostulega en fara á sama tíma varlega og eftir þeim reglum sem gilda. Og munum að belgirnir eru sameign allra Hafnfirðinga og því allra hagur að umgengni sé góð. Það gerum við aðeins saman.

Ábendingagátt