Gleðilegan Plastlausan september

Fréttir

Plastlaus september er árlegt árvekniátak sem hófst árið 2017 á Íslandi. Markmið þess er að veita fræðslu um plastneyslu og sóun, breiða út þekkingu um skaðleg áhrif plasts og hvetja fólk til að breyta til hins betra, bæði einstaklinga og samfélagið í heild. Átakið hefur vaxið mikið frá fyrsta árinu og æ fleiri sem eru farnir að átta sig á skaðsemi einnota plasts fyrir umhverfið. Ljóst er að farvegurinn er frjór þegar kemur að umhverfismálum á Íslandi. 

Plastlaus september er árlegt árvekniátak sem hófst árið 2017 á Íslandi. Markmið þess er að veita fræðslu um plastneyslu og sóun, breiða út þekkingu um skaðleg áhrif plasts og hvetja fólk til að breyta til hins betra, bæði einstaklinga og samfélagið í heild. Átakið hefur vaxið mikið frá fyrsta árinu og æ fleiri sem eru farnir að átta sig á skaðsemi einnota plasts fyrir umhverfið. Ljóst er að farvegurinn er frjór þegar kemur að umhverfismálum á Íslandi.  

Plastlausseptember2018

Samkvæmt nýlegri samantektarrannsókn innbyrðir hver og einn einstaklingur að meðaltali 5 grömm af örplasti úr vatni og matvælum á viku. 

Hafnarfjarðarbær styður við árvekniátakið!

Átakið á að vekja fólk til umhugsunar

Tilgangur verkefnisins er að vekja fólk til umhugsunar um plastnotkun og þann plastúrgang sem fellur til dagsdaglega og leita leiða til að minnka notkunina. Gríðarlegt magn af einnota plasti er urðað eða endar í hafinu sem er mikið áhyggjuefni. Allt plast sem hefur verið framleitt er enn til og eyðist ekki þ.e. það plast sem ekki hefur endað í sorpbrennslu. Plastið brotnar niður í smærri einingar (örplast) og áhrif þess á lífríki er ekki að fullu þekkt.

Plastlaus september hvetur okkur til að nota minna af einnota plasti og velja vörur úr öðru hráefni þegar því er komið við. Átakið snýst ekki um að vera fullkomlega plastlaus í september heldur að finna sér markmið í mánuðinum til að minnka neyslu á einnota plastumbúðum.

Við hvetjum fólk til að taka virkan þátt í Plastlausum september
Á vefnum www.plastlausseptember.is er að finna ráð til að minnka plastnotkun í daglegu lífi. Á samfélagsmiðlum verkefnisins er hægt að fá góð ráð um plastlausan lífstíl, hafa skoðanaskipti, koma með ábendingar og deila eigin reynslu:

Við hvetjum fólk líka til að deila gleðinni og munum eftir myllumerkjunum #plastlaus #plastlausseptember og #breytumtilhinsbetra

Ábendingagátt