Tökur á ljúfsárum gamanþáttum eru hafnar

Fréttir

Tökur á nýjum ljúfsárum gamanþáttum með Ladda í aðalhlutverki eru hafnar.  Eins og áður hefur verið talað um þá verður Hafnarfjörður vettvangur Ladda í sex þátta seríu og mun upptökuteymi vera á ferð og flugi um Hafnarfjörð. Tökur munu standa yfir næstu 25 dagana og hófust þær við Suðurbæjarlaug í dag.

Tökur á nýjum ljúfsárum gamanþáttum með Ladda í aðalhlutverki eru hafnar. Eins og áður hefur verið talað um þá verður Hafnarfjörður vettvangur Ladda í sex þátta seríu  og mun upptökuteymi vera á ferð og flugi um Hafnarfjörð nú í nóvember. Tökur munu standa yfir næstu 25 dagana og hófust þær við Suðurbæjarlaug í dag. 

LaddiGamanthaettirAntonBrink2

Gunnar Geirdal, Baldvin Zophoniasson, Kristófer Dignus, Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir, Ragnar Eyþórsson og Laddi. Fréttablaðið/Anton Brink

Í þessum þáttum leikur Laddi einstakling sem stendur andspænis dauðanum og áttar sig á þeim tímapunkti að hann hefur sóað lífi sínu of mikið í hluti sem skipta minna máli en aðrir. Hann ákveður sjálfur að njóta sinna hinstu ævidaga og ákveður m.a. að halda sína eigin jarðarför og vera viðstaddur til að kveðja sína nánustu. Hugmyndina má rekja til vangaveltna Jóns Gunnars Geirdals, sem er einn af sex handritshöfundum þáttanna, um dauðann og tilgang lífsins. Aðrir handritshöfundar eru þau Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir, Sólmundur Hólm, Baldvin Zophoníasson, Ragnar Eyþórsson og Kristófer Dignus sem jafnframt leikstýrir þáttunum.

Ábendingagátt