Tónaflóð á Sönghátíðinni í Hafnarborg

Fréttir

Sönghátíð í Hafnarborg stendur nú sem hæst og lýkur  30. júní. Enn er tækifæri að taka þátt og njóta. Á Sönghátíð í Hafnarborg er lögð rækt við list augnabliksins.

Sönghátíðin í Hafnarborg stendur nú yfir!

Troðfullt hús og mikil stemmning var á tónleikunum Ferðalok á Sönghátíð í Hafnarborg í gær. Fyrir hlé fluttu Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Francisco Javier Jáuregui og Pétur Jónasson lög af nýja disknum þeirra Atli Heimir Sveinsson – sönglög með gítar. Eftir hlé fluttu Gissur Páll Gissurarson og Ástríður Alda Sigurðardóttir sönglög eftir Sigvalda Kaldalóns. Tónleikunum lauk með fjöldasöng þar sem salurinn tók undir í laginu Á íslensku eftir Atla Heimi við ljóð sem Þórarinn Eldjárn samdi.

Já, Sönghátíð í Hafnarborg stendur nú sem hæst. Hátíðin hefur staðið yfir frá 18. júní og lýkur þann 30. Enn er tækifæri að taka þátt og njóta. Á Sönghátíð í Hafnarborg er lögð rækt við list augnabliksins.

Enn tími fyrir góða tóna

Master class-námskeið Diddúar söngkonu fyrir söngvara og söngnemendur og tónlistar- og myndlistarnámskeið fyrir 6-9 ára og 10-12 ára börn verður á hátíðinni í dag. Á sunnudaginn er Krílasöngur fyrir 6 – 18 mánaða. Nú eru eftirfarandi tónleikar eftir:

  • Fimmtudagur 27.6.2024 kl. 20:00 Master class tónleikar. Nemendur Diddúar á master class námskeiði og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari flytja sönglög og aríur.
  • Föstudagur 28.6.2024 kl. 17:00 Fiðurfé og fleiri furðuverur. Fjölskyldutónleikar. Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Jón Svavar Jósefsson baritón og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari flytja fjöruga dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Ókeypis aðgangur.
  • Laugardagur 29.6.2024 kl. 17:00 Heimsókn frá Póllandi. Raddoktettinn Simultaneo, Maria Pomianowska 4 strengja suka biłgorajska og Karol Kisiel stjórnandi flytja ný verk eftir Önnu Rocławska-Musiałczyk frá Póllandi, Aleksöndru Vrebalov frá Serbíu og Ugis Prauliņš frá Lettlandi. New shades of tradition.
  • Sunnudagur 30.6.2024 kl. 17:00 Óperugala. Herdís Anna Jónasdóttir sópran, Margrét Hrafnsdóttir sópran, Sveinn Dúa Hjörleifsson tenór, Hildigunnur Einarsdóttir mezzósópran, Tómas Tómasson bassi og Einar Bjartur Egilsson píanóleikari flytja aríur og samsöngsatriði úr óperum eftir Puccini, Bernstein, Rachmaninoff, Offenbach, Bizet, Wagner, Donizetti, Bellini og Mozart.

Meira um hátíðina hér

Já, það má njóta góðra tóna um allan bæ um þessar mundir!

Ábendingagátt