Tónagull – tónlistarsmiðjur á pólsku í vetur

Fréttir

Í samstarfi við Tónagull, verður boðið upp á vikulegar tónlistarsmiðjur fyrir pólskumælandi börn og foreldra í vetur, frá og með sunnudeginum 19. september. Látum pólska vini okkar vita! 

Í samstarfi við Tónagull, verður boðið upp á vikulegar tónlistarsmiðjur í Hafnarborg fyrir pólskumælandi börn og foreldra í vetur, frá og með sunnudeginum 19. september.

Látum pólska vini okkar vita!

Tónagull er tónlistarnámskeið fyrir fjölskyldur sem stofnað var árið 2004 af Helgu Rut Guðmundsdóttur, tónmenntakennara. Markmið námskeiðanna er að mæta þörfum ungbarna, 0-3 ára, auk foreldra þeirra. Þá byggjast tónlistarsmiðjurnar á frjálslegri nálgun, þar sem virk þátttaka barna og foreldra er aðalatriði, en efni námskeiðanna hefur frá upphafi byggst á þulum og vögguvísum á móðurmáli þátttakenda.

3D97EC74-A73F-4459-AD6E-74586F84DCA7_1_201_a

Þá var fyrsta tónlistarsmiðjan á pólsku haldin árið 2019. Þar er beitt sömu aðferð og á upprunalegu námskeiðunum á íslensku, með þýddum útgáfum af sumum íslensku laganna, auk þess sem unnið er með pólsk barnalög, þulur og vísur. Hlutu þessar smiðjur strax góðar undirtektir og hafa þær síðan notið mikilla vinsælda hjá pólska samfélaginu á Íslandi.

Tónagull nýtur stuðnings Hafnarborgar og Hafnarfjarðarbæjar en tónlistarsmiðjurnar voru fyrst haldnar í safninu vorið 2020 og hafa verið haldnar síðan með hléum vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.

Tónlistarsmiðjurnar fara fram á sunnudögum kl. 12. Skráningarform fyrir námskeiðin má finna hér á pólsku.

Ábendingagátt