Sinfóníuhljómsveitin

Fréttir

Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar tónlistarskólanna verða haldnir í Langholtskirkju á laugardaginn. Sinfóníuhljómsveitin er samstarfsverkefni fjögurra tónlistarskóla.

Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar tónlistarskólanna verða haldnir í Langholtskirkju laugardaginn 30. janúar kl. 16:00. Einleikarar á píanó með hljómsveitinni eru  Árni Halldórsson, Hugrún Britta Kjartansdóttir og Rebekka Friðriksdóttir sem eru öll nemendur í Tónskóla Sigursveins.

 Stjórnandi er Guðmundur Óli Gunnarsson.

 Á efnisskránni eru eftirtalin verk:

  • Jón Ásgeirsson: Fornir dansar – úrval
  • Dmitri Shostakovitsj: Píanókonsert nr. 2
  • Robert Schumann: Sinfónía nr. 4

Samstarfsverkefni fjögurra tónlistarskóla

Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna er samstarfsverkefni 4 tónlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu, Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, Tónlistarskóla Kópavogs, Tónlistarskóla Garðabæjar og Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. 80 ungir tónlistarnemar, flestir á grunn- og framhaldsskólaaldri, skipa hljómsveitina.  Hljómsveitin æfir í Sölvhóli, sal Listaháskóla Íslands. Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna var stofnuð haustið 2004.  Í janúarmánuði ár hvert hittast nemendur ásamt stjórnanda og raddþjálfurum og æfa tónleikadagskrá sem flutt er á tónleikum í lok mánaðarins. Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna veitir þeim sem komnir eru áleiðis í tónlistarnámi þjálfun í að leika í fullskipaðri hljómsveit og er hún mikilvægur vettvangur til þjálfunar í hljómsveitarleik undir handleiðslu viðurkenndra tónlistarmanna og stjórnenda. Sömuleiðis er framúrskarandi hljóðfæraleikurum úr hópi nemenda gefið tækifæri á að leika einleik með hljómsveitinni. Þá er á hverju ári íslenskt verk á efnisskrá hljómsveitarinnar.

 Allar frekari upplýsingar um verkefnið og tónleikana veita Guðmundur Óli Gunnarsson í síma: 893 8252 og Kristín Stefánsdóttir í síma: 893 9178

Ábendingagátt