Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna

Fréttir

Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar tónlistarskólanna verða haldnir í Langholtskirkju laugardaginn 31. janúar kl. 16.00. Að þessu sinnir eru 9 nemendur úr Tónlistarskóla Hafnarfjarðar í sveitinni.

Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar tónlistarskólanna verða haldnir í Langholtskirkju laugardaginn 31. janúar kl. 16.00.
Einleikari á slagverk með hljómsveitinni er Helgi Þorleiksson, nemandi í Tónlistarskóla Garðabæjar.

Stjórnandi er Guðmundur Óli Gunnarsson.

Á efnisskránni eru eftirtalin verk:
A. Marquez: Conga del Fuego Nuevo
Áskell Másson: Konsertþáttur fyrir litla trommu og hljómsveit
A. Dvorák: Sinfónía nr. 8 í G-dúr

Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna sem stofnuð var 2004 er samstarfsverkefni fimm tónlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu,Tónlistarskóla FÍH, Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, Tónlistarskóla Kópavogs, Tónlistarskóla Garðabæjar og Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. 90 ungir tónlistarnemar, flestir á grunn- og framhaldsskólaaldri, skipa hljómsveitina.

Að þessu sinnir eru 9 nemendur úr Tónlistarskóla Hafnarfjarðar í sveitinni.

 

Ábendingagátt