Tónleikaröðin Streymi – ungt listafólk stígur á stokk

Fréttir

Hamarinn og Músík og mótor standa fyrir tónleikaröð sem gengur undir nafninu ,,Streymi“ og verður þeim streymt beint frá ungmennahúsinu Hamrinum í janúar. Stefnt er af því að vera með tónleika föstudagana 15., 22. og 29. janúar.

Hamarinn og Músík og mótor standa
fyrir tónleikaröð sem gengur undir nafninu ,,Streymi“ og verður þeim streymt beint frá ungmennahúsinu Hamrinum í janúar. Stefnt er af því að vera með tónleika föstudagana 15., 22. og 29. janúar.

MogM7

Hljómsveitin Blóðmör, sem sigraði í Músíktilraunum í fyrra, er dæmi um hljómsveit sem hefur verið að æfa í húsnæði Músik og mótor.  Mynd/Facebook síða hljómsveitarinnar

Viltu koma tónlist þinni á framfæri? 

Tónleikarnir eru vettvangur
fyrir ungt hafnfirskt tónlistarfólk til að koma sér og tónlist sinni á
framfæri. Allir Hafnfirðingar, 35 ára og yngri, í hljómsveit eða sóló og sama hvaða tónlistarstefnu þeir aðhyllast, eru velkomnir að taka þátt.

Einnig er öllum Hafnfirðingum
boðið frítt á tónleikana heima í stofu og vonumst við að sem flestir mæti við skjáinn og
njóti. Nánari upplýsingar hjá
Margréti Gauju Magnúsdóttur, verkefnastjóra Hamarsins í síma 664-5551 eða á
netfangið mgm@hafnarfjordur.is

Ábendingagátt