Tónlistar- og bæjarhátíðin ,,Hjarta Hafnarfjarðar“ hefst í dag

Fréttir

Tónlistar- og bæjarhátíðin ,,Hjarta Hafnarfjarðar“ hefst í Bæjarbíói í dag. Af því tilefni vígði Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri blómum prýtt hjarta í hjarta Hafnarfjarðar

<<English below>>

Tónlistar- og bæjarhátíðin ,,Hjarta Hafnarfjarðar“ hefst í Bæjarbíói í dag en hátíðin hefur á örfáum árum fest sig í sessi í Hafnarfirði og er orðin hluti af sumardagskrá bæði íbúa bæjarins og gesta hans.

Af þessu tilefni vígði Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri blómum prýtt hjarta í hjarta Hafnarfjarðar á Strandgötunni en efniviðurinn í skreytinguna er frá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar.

Hjartað er jafnframt bekkur sem gestir í miðbænum geta tyllt sér á og er það tilvalinn vettvangur til að taka mynd með fallegum bakgrunni í átt að Vesturgötu eða inn eftir Strandgötu. Við hvetjum gesti til að skella sér í myndaferð í miðbæinn, smella af mynd og birta undir merkinu #hjartahafnarfjarðar

Strandgatan verður lífleg í sumar en auk hjartans er búið að mála gangbraut í regnbogalitunum en það var gert að frumkvæði unga fólksins í Vinnuskólanum sem einnig málaði nokkra gangstéttarstöpla í björtum, sumarlegum litum við Hafnarborg. Auk þess var nýlega málaður ,,Takk“- veggur á gaflinn á húsinu að Strandgötu 4 og blasir veggurinn við öllum þeim sem leið eiga um Strandgötuna og um Reykjavíkurveginn.

Það er því fullt tilefni til að kíkja í miðbæ Hafnarfjarðar og skoða litríka og lifandi Strandgötu í sumar þar sem tónlist, menning, veitingarekstur og verslun blómstrar.

Dagskrá ,,Hjarta Hafnarfjarðar“ í ár er glæsileg eins og alltaf en á henni munu koma fram nokkur stærstu nöfn íslenskrar dægurtónlistar síðustu áratuga. Meðal annars; Mannakorn, Stjórnin, Björgvin Halldórsson og Ný Dönsk en frekari upplýsingar má finna á vef og Facebook síðu Bæjarbíós.

The music and town festival “The Heart of Hafnarfjörður” (Hjarta Hafnarfjarðar) begins today

 

– a heart of blooms unveiled in the town centre

The music and town festival “The Heart of Hafnarfjörður” will begin in Bæjarbíó today. The festival has become an integral part of Hafnarfjörður’s summer agenda in recent years and is very much enjoyed by both residents and guests.

On this occasion Rósa Guðbjartsdóttir, the town mayor, unveiled a heart of blooms in Hafnarfjörður town centre on Strandgata. The flowers used in the heart were provided by the Hafnarfjörður Forestry Association (Skógræktarfélag Hafnarfjarðar).

The heart is also a bench where guests in the town centre can have a seat and is a great opportunity to take pictures with a beautiful background in the direction of Vesturgata or along Strandgata. We encourage guests to visit the town centre, take a picture and publish it under the hashtag #hjartahafnarfjarðar.

Strandgata will be full of life this summer. In addition to the heart, a walkway has been painted in the colours of the rainbow, a project carried out at the initiative of the young people working in the Work School (Vinnuskólinn). They also painted several sidewalk bollards near Hafnarborg in bright, summery colours. In addition, a “Thank you (Takk)” wall was painted onto the end wall of the building at Strandgata 4. The wall is highly visible to all those using Strandgata and Reykjavíkurvegur.

There is every reason, therefore, stop by in Hafnarfjörður town centre and view a colourful and vibrant Strandgata this summer where music, culture, restaurants and shopping venues flourish.

As always, the agenda for “The Heart of Hafnarfjörður” this year is exceptional with many of the biggest names in the Icelandic pop music scene performing. These include Mannakorn, Stjórnin, Björgvin Halldórsson and Ný Dönsk. Further information can be found on the website and Facebook page of Bæjarbíó .

 

Ábendingagátt