Tónlistarnámskeið fyrir 6 – 18 mánaða börn

Fréttir

Tónlistarskóli Hafnarfjarðar býður upp á námskeið fyrir börn á aldrinum 6-18 mánaða. Á námskeiðinu verða kennd skemmtileg lög, þulur og hreyfingar fyrir börn sem örva skynþroska þeirra. Notast er við hljóðfæri, slæður, borða og margt, margt fleira.

Tónlistarskóli Hafnarfjarðar
býður upp á námskeið fyrir börn á aldrinum 6-18 mánaða. Á námskeiðinu verða kennd
skemmtileg lög, þulur og hreyfingar fyrir börn sem örva skynþroska þeirra. Notast er við hljóðfæri,
slæður, borða og margt, margt fleira.

Kennari er María
Gunnarsdóttir tónmenntakennari og fer kennslan fram í Tónlistarskóla
Hafnarfjarðar Strandgötu 51. Kennt verður á
laugardögum frá kl.10:00-10:40  í átta skipti. Námskeiðið hefst 2. október og
lýkur þann 20. nóvember og kostar 12.000.-

Innritun fer fram á
tölvupóstfanginu stefanj@tonhaf.is

Ábendingagátt