Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Tónagull og Hafnarfjarðarbær bjóða upp á fjöltyngda tónlistarsmiðju fyrir fjölskyldur með börn á aldrinum 0-4 ára. Fyrsti tíminn er á föstudag milli klukkan 9.30-10.30 og svo vikulega.
Nú hleypur á snærið hjá foreldrum 0-4 ára barna. Tónagull og Hafnarfjarðarbær bjóða upp á fjöltyngda tónlistarsmiðju fyrir fjölskyldur með börn á aldrinum 0-4 ára.
„Þetta er eintóm gleði,“ segir Helga Rut Guðmundsdóttur, prófessor í tónmennt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og upphafsmaður Tónagulls. „Já, alltaf virkilega skemmtilegt.“
Skemmtunin er ókeypis og í boði alla föstudaga frá 9.30-10.30 frá 7. febrúar að Selhellu 7 í Hafnarfirði. Smiðjan hentar vel foreldrum sem hafa börnin sín heima en langar að hitta aðra foreldra og leyfa börnunum að hitta önnur börn.
Myndband frá námskeiði Tónagulls.
Helga er upphafsmaður Tónagulls og hugmyndasmiðurinn á bakvið. Hún þjálfar kennara og hefur gert frá árinu 2004. Tónagull er með íslenskar, pólskar og úkraínskar smiðjur og nú einnig alþjóðlega í Hafnarfirði. „Já, við vinnum þvert á tungumál,“ segir Helga.
„Almennt notum við í Tónagulli íslenskan þjóðaarf; vísur, þulur og þjóðlög. Svo gerum við það sama fyrir pólsku og úkraínsku hópana en núna prófum við okkur áfram með alþjóðlegan hóp. Viljum leiða fólk saman í gegnum tónlist og ryþma,“ segir hún.
„Það þarf ekki að kenna litlum börnum að skilja tónlist. Hún er þeim eðlislæg. Tónlist tengir fólk saman, foreldra og börn, afa og ömmur, já og hópa saman.“
Í smiðjunni skemmta börnin og fullorðnir sér við að syngja söngva og þulur, hreyfa sig og leika með litríka klúta, auk þess að spila á ýmis smáhljóðfæri sem eru sérstaklega valin fyrir þennan aldurshóp. Markmiðið með smiðjunni er að efla gleði og vellíðan í gegnum tónlist og hreyfingu, jafnt fyrir börn og foreldra.
Börn elska tónlist og það eru fleiri tækifæri fyrir þau að njóta. Tónagull er einnig í samstarfi við Hafnarborg. Á sunnudögum er samskonar söngstund í boði þar kl. 14. Viljið þið taka þátt eruð þið vinsamlegast beðin um að skrá þátttöku hér.
Ekki þarf hins vegar annað á Selhellu á föstudag en að mæta. Velkomin öll.
Já, tónar eru gull fyrir okkur öll!
Sóli Hólm hefur aldrei sýnt oftar í Bæjarbíói en fyrir þessi jól. Alls 41 sýning og sú síðasta á Þorláksmessu.…
„Hafnarfjarðarkortið er lykillinn að Hafnarfirði,“ segir Þóra Hrund Guðbrandsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar um þetta glænýja hafnfirska gjafa- og inneignarkort „Þetta…
Fjórða helgin okkar í Jólaþorpinu verður yndisleg. Veðrið mun leika við gesti en fyrst og fremst munu allar þær gersemar…
Börn fá frístundastyrk frá þriggja ára aldri. 10,6 milljarðar verða settir í fjárfestingar. Einnig verður sett fjármagn í uppbyggingu nýs…
Hjörtu okkar Hafnarfjarðar skarta fjólubláum lit í dag á alþjóðadegi fatlaðs fólks. Dagurinn er 3. desember ár hvert til að…
Menntastefna Hafnarfjarðarbæjar var kynnt á starfsdegi astarfsfólks frístundar-, grunnskóla- og leikskóla Hafnarfjarðarbæjar þann 14. nóvember. Þátttakendur gátu valið um ólíka…
Ný stefna um móttöku skemmtiferðaskipa í Hafnarfirði hefur verið samþykkt af bæjarráði. Stefnan gildir til 2035.
Um 30 útskrifuðust úr Leiðtogaskóla Hafnarfjarðarbæjar á dögunum. Nú hafa 90 stjórnendur bæjarins útskrifast. Kennslan eflir bæjarbraginn.
Mæðgurnar Lára Alda Alexandersdóttir og Silja Þórðardóttir lærðu saman að verða gusumeistarar. Þær nota kraftana í Herjólfsgufunni við Langeyrarmalir.
„Ég finn að Hafnfirðingar eru stoltir af Jólabænum og Jólaþorpinu á Thorsplani,“ segir Sunna Magnúsdóttir, verkefnastjóri Jólaþorpsins sem orðið er…