Transbarnið – handbók fyrir fjölskyldur og fagfólk

Fréttir

Hagsmunasamtök foreldra og aðstandenda trans barna og ungmenna á Íslandi – Trans vinir var stofnað í vetur. Samtökin vilja benda á bókina Trans barnið, handbók fyrir fjölskyldur og fagfólk.   

Hagsmunasamtök foreldra og aðstandenda trans barna og ungmenna á Íslandi – Trans vinir var stofnað í vetur. Eins og nafnið gefur tilkynna hafa samtökin hagsmuni barna að leiðarljósi og hafa verið í samband við öll bæjar- og sveitarfélög til að athuga hvernig fræðsla um Hinsegin málefni sé háttað hjá sveitarfélögunum. Hægt er að hafa samband við samtökin í gegnum transvinir@gmail.com

Samtökin vilja benda á bókina Trans barnið, handbók fyrir fjölskyldur og fagfólk, sem gefin er út af Háskóla útgáfunni. Þar sem Félag grunnskólakennara styrkti útgáfu bókarinnar verður hún aðgengileg til lestrar á vef FG grunnskólakennurum að kostnaðarlausu en aðrir geta orðið sér úti um bókina hér: https://www.forlagid.is/vara/trans-barnid-handbok-fyrir-fjolskyldur-og-fagfolk/

TransBarnid

<style>.woocommerce-product-gallery{ opacity: 1 !important; }</style>

Trans barnið – Handbók fyrir fjölskyldur og fagfólk

Höfundar: Stephanie Brill, Rachel Pepper

Síðustu ár hafa æ fleiri trans börn stigið fram á Íslandi. Oft og tíðum hafa þau mætt litlum skilningi í samfélaginu og jafnvel fordómum. Spurningar um kyntjáningu og kynvitund hafa brunnið á foreldrum þeirra og öðrum aðstandendum. Bókin Trans barnið byggist á áralangri meðferðarvinnu og viðtölum höfundanna við trans börn, börn með ódæmigerða kyntjáningu og aðstandendur þeirra. Bókin leiðir fjölskyldur og fagfólk í gegnum mörg grundvallaratriði fræðanna og áleiðis inn í ferðalagið sem fylgir því að eiga og ala upp trans barn eða barn með ódæmigerða kyntjáningu. Það getur verið flókið, stundum erfitt en á sama tíma þroskandi og lærdómsríkt. Tekist er á við spurningar eins og hvað kynvitund er, hvernig er að koma út, hvað kynleiðrétting er og ekki síst hvernig hægt er að bregðast við þessu öllu saman.

Bókin er sú fyrsta sinnar tegundar sem birtist á íslensku. Trausti Steinsson kennari þýddi en rýnihópur á vegum námsbrautar í kynjafræði við Háskóla Íslands staðfærði og lagaði að íslenskum aðstæðum.

Ábendingagátt