Trjágróður út fyrir lóðarmörk

Fréttir

Getur verið að gróðurinn á þinni lóð sé til vandræða fyrir aðra? Núna er rétti árstíminn fyrir trjá- og runnaklippingar. Öll viljum við geta komist leiðar okkar um gangstéttar, göngustíga og götur bæjarins án þess verða fyrir skaða vegna trjágreina sem vaxa út úr görðum hvort sem við erum gangandi, hlaupandi, hjólandi eða akandi.

Getur verið að gróðurinn á þinni lóð sé til vandræða fyrir aðra? Núna er rétti árstíminn fyrir trjá- og runnaklippingar. Öll viljum við geta komist leiðar okkar um gangstéttar, göngustíga og götur bæjarins án þess verða fyrir skaða vegna trjágreina sem vaxa út úr görðum hvort sem við erum gangandi, hlaupandi, hjólandi eða akandi. Trjágróður sem vex út fyrir lóðarmörk getur skapað óþægindi og jafnvel hættu fyrir gangandi og akandi vegfarendur.

Það sem þarf að hafa í huga er að:

  • Umferðarmerki séu sýnileg
  • Gróður byrgi ekki götulýsingu
  • Gangandi og hjólandi eigi greiða leið um gangstíga
  • Þar sem vélsópar og snjóruðningstæki fara um má lágmarkshæð gróðurs yfir stígum ekki vera lægri en 2,8 metrar
  • Yfir akbrautum má gróður ekki slúta niður fyrir 4,2 metra og gildir þessi hæðarregla einnig þar sem sorphirðubílar, slökkvilið og sjúkrabílar þurfa að komast eftir stétt eða stíg


Trjágróðri sé haldið innan lóðarmarka

Byggingarreglugerð setur garðeigendum þá skyldu á herðar að halda gróðri innan lóðarmarka. Í reglugerðinni nr. 112/2012 gr. 7.2.2 segir: „Lóðarhafa er skylt að halda vexti trjáa eða runna á lóðinni innan lóðarmarka. Sinni hann því ekki og þar sem vöxtur trjáa eða runna fer út fyrir lóðarmörk við götu, gangstíga eða opin svæði er veghaldara eða umráðamanni svæðis heimilt að fjarlægja þann hluta er truflun eða óprýði veldur, á kostnað lóðarhafa að undangenginni aðvörun“.

Lóðarhafar eru hvattir til að snyrta trjágróður sinn á lóðarmörkum eftir því sem við á svo allir megi komast öruggir og vandræðalaust leiðar sinnar en dæmi eru um það að trjágróður skyggi á umferðarmerki, götuheiti og jafnvel lýsingu.

Við hvetjum lóðareigendur til að tryggja að þetta sé í lagi.

Ábendingagátt