Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Félagsstarf fyrir ungt fólk í Hafnarfirði hefur verið stokkað upp, eflt og bætt á nýjum stöðum í Hafnarfirði. Þetta er troðfullur pakki til unga fólksins – fullt af tækifærum.
Þjónusta við ungt fólk í Hafnarfirði hefur verið stokkuð upp. Ekki aðeins hefur bæjarfélagið fengið stimpilinn Barnvænt samfélag, sem þýðir ekkert um börn án barna, heldur hafa ný ungmennahús risið; hús sem þjónusta þau.
Nýtt ungmennahús sem kallast Hreiðrið við Lækinn er í Nýsköpunarsetrinu við Lækinn. Þá er unnið að því að efla gamla Músík og mótor. Starfseminni hefur verið skipt upp og verður á tveimur stöðum.
Kletturinn er félagsstarf fatlaðs ungs fólks á aldrinum 16+. Kletturinn er á Suðurgötu 14. Bæði er dag- og kvöldstarf. Opið er fyrir ungmenni að skóladegi loknum frá 13-16.30. Svo er kvöldstarf tvisvar í viku, sem flestir þekkja sem Kvöldstarf í Húsinu og finna undir því heiti á Facebook. Það er á mánudögum og miðvikudögum, frá klukkan 18-22. Starfsemin er tvískipt. Annars vegar fyrir 16-20 ára og svo 20 ára og eldri. Sitthvor staður í húsinu, sitthvort starfsfólkið og ólík dagskrá fyrir hvorn hópinn.
Bergið grípur svo ungmenni 12-25 ár. Þar geta þau fengið fría ráðgjöf á miðvikudögum á Austurgötu 8. 50 mínútuna viðtöl eru í boði fyrir þau sem bóka sig í gegnum bergid.is. Þar má ræða allt milli himins og jarðar. Algengustu viðfangsefnin eru þunglyndi, kvíði, streita, ástarsorg. Þjónustan er vinsæl og áþekk því sem er hjá sálfræðingum. Aðeins ein regla gildir: Að vilja sjálfur koma.
Förum nánar yfir þetta: Hvað er í boði fyrir ungt fólk í Hafnarfirði?
Svo má benda á að ekki aðeins eru 32 íþróttafélög með starfsemi í bænum, brettamennskan er öflug og Gafló, nýr leiklistarskóli Gaflaraleikhússins hefur opnað í Nýsköpunasetrinu. Og ekki gleyma að 16-18 ára fá frístundastyrk.
Til að auka enn á fjölbreytnina finnur ungt fólk svo ýmislegt annað í Nýsköpunarsetrinu við Lækinn. Setrið iðar af starfsemi og er tilbúið að fyllast af lífi. Þar má finna ýmislegt sem hentar ungu fólki. Þar er:
En hvar fáum við efnivið til að taka þátt? Ákveðinn lager af hlutum er í setrinu sem fólk getur keypt gegn vægu gjaldi. Notkunar- og tækjagjald er 500 krónur á klukkutímann.
Bryndís Steina Friðgeirsdóttir er forstöðumaður Nýsköpunarsetursins við Lækinn. „Við erum svo splúnkuný og tilbúin að þróast enn frekar með félagsstarfi ungs fólks. Starfsemi okkar er svo fjölbreytt að við vonum að unga fólkið okkar sjái tækifæri til að mæta og njóta samveru og lista,“ segir hún.
„Hugmyndaskassi er á netinu til að þróa starfsemina enn frekar. Hægt er að stinga upp á enn fleiri hlutum til að gera. Segja sitt um hvaða starfsemi unga fólkið vill sjá í húsinu,“ segir hún og horft verði til hugmyndanna til að gera enn betur.
„Við fögnum klúbbastarfsemi. Spunaspilarar hittast til dæmis hér á fimmtudögum. Ungmennaráð Hafnarfjarðarbæjar fundar einnig í húsinu. Já, það er nóg um að vera,“ segir hún og bendir á að 20 fermetra fundarherbergi sé í húsinu sem megi í allskonar klúbbastarfsemi. „Það er nóg pláss.“
Já, það er ýmislegt í boði fyrir unga fólkið. Og þetta er ekki allt. Við bendum sérstaklega á að bókasafnið er með Kit/Cosplaysmiðjur hálfsmánaðarlega þar sem ungmenni og fullorðin hittast og vinna með eigin búningahugmyndir –
Athugið að þetta er fyrir unglinga og eldri… ekki börn 😉
Bendum unga fólkinu okkar á öll tækifærin – Já, þetta er fyrir þau.
Börn fá frístundastyrk frá þriggja ára aldri. 10,6 milljarðar verða settir í fjárfestingar. Einnig verður sett fjármagn í uppbyggingu nýs…
Hjörtu okkar Hafnarfjarðar skarta fjólubláum lit í dag á alþjóðadegi fatlaðs fólks. Dagurinn er 3. desember ár hvert til að…
Menntastefna Hafnarfjarðarbæjar var kynnt á starfsdegi astarfsfólks frístundar-, grunnskóla- og leikskóla Hafnarfjarðarbæjar þann 14. nóvember. Þátttakendur gátu valið um ólíka…
Ný stefna um móttöku skemmtiferðaskipa í Hafnarfirði hefur verið samþykkt af bæjarráði. Stefnan gildir til 2035.
Um 30 útskrifuðust úr Leiðtogaskóla Hafnarfjarðarbæjar á dögunum. Nú hafa 90 stjórnendur bæjarins útskrifast. Kennslan eflir bæjarbraginn.
Mæðgurnar Lára Alda Alexandersdóttir og Silja Þórðardóttir lærðu saman að verða gusumeistarar. Þær nota kraftana í Herjólfsgufunni við Langeyrarmalir.
„Ég finn að Hafnfirðingar eru stoltir af Jólabænum og Jólaþorpinu á Thorsplani,“ segir Sunna Magnúsdóttir, verkefnastjóri Jólaþorpsins sem orðið er…
Aron Pálmarsson stendur vaktina í Jólaþorpinu í ár. Hættur í boltanum og kominn í bakkelsið. Hann hlakkar til að hitta…
Mynd með Sveinka, dönsum með VÆB-bræðrum, fáum okkur kakó og góðgæti. Frábært verður að staldra við í glerhúsunum á Thorsplani,…
Fáni Bandalags kvenna í Hafnarfirði var vígður við gleðilega stund í Kiwanishúsinu í gær. Sex kvenfélög eiga aðild að þessum…