Tryggjum að börnin okkar skíni skært í vetur

Fréttir

Nú þegar dag er tekið að stytta er nauðsynlegt að minna á mikilvægi þess að vera með endurskinsmerki eða endurskin á fatnaði og gott ljós á öllum farartækjum. Heilsubærinn Hafnarfjörður hefur nú fært öllum 6 ára börnum endurskinsmerki að gjöf.

Endurskinsmerki að gjöf frá Heilsubænum Hafnarfirði

Nú þegar dag er tekið að stytta er nauðsynlegt að minna á mikilvægi þess að vera með endurskinsmerki eða endurskin á fatnaði og gott ljós á öllum farartækjum. Heilsubærinn Hafnarfjörður hefur nú fært öllum 6 ára börnum endurskinsmerki að gjöf.

Saman aukum við öryggi barna okkar

Með haustgjöf til sex ára barna vill Hafnarfjarðarbær minna á mikilvægi endurskins og sýnileika í umferðinni og leggja sitt að mörkum við að auka öryggi barnanna við upphaf grunnskólagöngu þeirra. Foreldrar og forráðamenn allra barna og ungmenna eru hvattir til að tryggja endurskinsnotkun og að passa samhliða upp á eigin endurskin og sýnileika. Best er að hafa endurskinsmerki fremst á ermum, hangandi meðfram hliðum, á skóm eða neðarlega á buxnaskálm. Endurskinsmerki á fötum og ljós á hjólum auka öryggi og sýnileika og skipta miklu máli í þeim aðstæðum sem skapast yfir vetrarmánuðina, í myrkri og hálku. Því meira endurskin á því fleiri stöðum því betra.

Skínum skært í vetur!

 

Ábendingagátt