Tuk tuk rafhjólið er á fullri ferð um Hafnarfjörð í sumar

Fréttir

Fagurbláa Tuk tuk rafhjólið verður á ferð um bæinn í sumar of verður notað sem færanleg upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn, gesti og gangandi.

Fagurbláa Tuk tuk rafhjólið verður á ferð um bæinn í
sumar og verður notað sem færanleg upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn, gesti og
gangandi. Meðal annars til að dreifa bæklingum, fróðleik og hugmyndum til
þeirra sem eru að ferðast um bæinn. Hjólið fer víðsvegar um Hafnarfjörðinn, á
helstu ferðamannastaði og viðburði í grennd við miðbæinn. Það er hún Ásdís Eva
Goldsworthy sem keyrir um á hjólinu í sumar.

Litríka hugmyndahjólið

Aftan á Tuk tuk rafhjólinu má sjá litríka hugmyndahjólið.
En það geta allir meðlimir fjölskyldunnar notað til að fá frábærar hugmyndir að
afþreyingu í bænum, t.d. að hoppa á
ærslabelg, fara í frisbígolf á Víðistaðatúni og heimsækja álfa í Hellisgerði. Hjólið
er einnig fullt af ýmsum skemmtilegum leikföngum og útileikjum sem allir mega
nota í nánd við Tuk tuk hjólið. 

Ábendingagátt