Tuttugu fengu menningarstyrk

Fréttir

Styrkir menningar- og ferðamálanefndar Hafnarfjarðarbæjar til verkefna og viðburða voru afhentir við hátíðlega athöfn í Hafnarborg síðasta vetrardag samhliða útnefningu bæjarlistamanns og hlutu 20 verkefni styrk að þessu sinni.

Verk sem auðga og dýpka listalíf bæjarins

Styrkir menningar- og ferðamálanefndar Hafnarfjarðarbæjar til verkefna og viðburða voru afhentir við hátíðlega athöfn í Hafnarborg síðasta vetrardag samhliða útnefningu bæjarlistamanns. Tuttugu verkefni hlutu styrk að þessu sinni og afhenti formaður nefndarinnar Guðbjörg Oddný Jónasdóttir styrkinn.

Menningarstyrkir eru afhentir tvisvar sinnum á ári til aðila og verkefna sem líkleg eru til að auðga og dýpka enn frekar listalíf bæjarins. Úthlutun styrkja Hafnarfjarðarbæjar byggir á mati á umsóknum. Menningarviðburðir, listamenn, félagasamtök eða stofnanir sem sækja um styrk verða að tengjast Hafnarfirði með einhverjum hætti. Hér telur þar á meðal föst búseta, að viðburður/verkefni fari fram í Hafnarfirði og/eða að verkefni feli í sér kynningu á menningarstarfsemi Hafnarfjarðar. Auk þessara verkefna var gerður samstarfssamningur við bæjarbíó um hátíðina Hjarta Hafnarfjarðar sem dregið hefur þúsundir að ár hvert.

Styrkþegar í fyrri úthlutun menningarstyrkja 2025

  • Henný María Frímannsdóttir, HEIMA tónlistarhátíð, 2025-2027, 900.000 kr.  
  • Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Sönghátíð í Hafnarborg, 2025-2027, 1.200.000 kr. 
  • Salka Jóhannsdóttir, Víkingahátíð í Hafnarfirði, 1.500.000 kr.  
  • Hlynur Steinsson, Lágmynd í gangstéttarhellu – athvarf fyrir illgresi, 75.000 kr. 
  • Svanhvít Erla Traustadóttir/RAUST, Til fundar við skýlausan trúnað, 100.000 kr.  
  • Áshildur Hlín Valtýsdóttir, Gongslökun við Hvaleyrarvatn, 75.000 kr.  
  • Elvar Gunnarsson, Sýningarviðburðir 2025 –  LG // Litla Gallerý, 1.200.000 kr.  
  • Halla Sigrún Sigurðardóttir/Kammerkór, Carmina Burana eftir Carl Orff.  500.000 kr.  
  • Finnbogi Óskarsson/Lúðrasveit, Lúðrasveit Hafnarfjarðar – Tónleikahald 2025,  600.000 kr.  
  • Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir/Geta, Fjölmenningarleg 17. júní hátíð 2025, 300.000 kr.  
  • Guðrún Erla Hólmarsdóttir, Freyðijól 2025 / Jólakabarett, 380.000 kr.  
  • Logi Guðmundsson, Hamingjuhátíð í Hellisgerði á Sólstöðunum, 200.000 kr.  
  • Sveinssafn, Sveinn Björnsson 100 ára , 500.000 kr. 
  • Draumey Aradóttir, Ljóðastund í Hafnarborg með hafnfirskum skáldum, 100.000 kr.  
  • Marie Paulette Helene Huby, Fljúgandi flygillinn, 200.000 kr. 
  • Andrés Þór Gunnlaugsson/Hljómtónn , Síðdegistónar í Hafnarborg, 720.000 kr.  
  • Pamela De S. Kristbjargardóttir, Flautukór Kópa: Karnival Dýranna  tónlistarævintýri fyrir börn, 250.000 kr.  
  • Sveinn Guðmundsson, Ægileg tónlist II, 200.000 kr.  
  • Dagný Maggýjardóttir, Söngvaskáld, 250.000 kr.  
  • Anna Hugadóttir, Krakkabarokk í Hafnarfirði, 250.000 kr.

    Hamingjuóskir til styrkþega

    Hafnarfjarðarbær óskar styrkhöfum öllum innilega til hamingju! Auglýst verður eftir umsóknum fyrir síðari úthlutun ársins 2025 í ágúst.

Ábendingagátt