Tveir gámar fyrir flugeldaruslið

Fréttir

Hafnarfjarðarbær vekur athygli á því að flugeldarusl á ekki heima í sorptunnum heimila. En við erum heppin, því sérstakir gámar verða settir upp til að taka við útsprunginni gleðinni.

 

Útsprungnir og ósprungnir flugeldar fara í Sorpu

Eftir áramótin er flugeldarusl oft áberandi í bænum. Brýnt er að koma þessu rusli á endurvinnslustöðvar, því það má ekki fara í tunnurnar. Sama gildir með ósprungna flugelda, þeir eiga að fara í spilliefnagáminn á Sorpu. Upplýsingar um flokkun efna frá jólahátíðinni má finna á vef Sorpu.

Tveir gámar fyrir flugeldarusl verða settir upp hér í Hafnarfirði þann 30. desember. Annar við grenndarstöðina við Tjarnarvelli 15. Hinn í miðbænum, við Fjarðarkaup. Þeir munu standa þar til 9. janúar.

Endurvinnslustöðvar SORPU opna svo 2. janúar. Einnig er hægt að sjá nánari upplýsingar hér.

Gleðilegt hreint ár!

 

 

Ábendingagátt