Tveir nýir ærslabelgir í Hafnarfirði á árinu 

Fréttir

Ákveðið hefur verið að setja upp tvo nýja ærslabelgi í Hafnarfirði á árinu 2025 á völdum opnum svæðum í bænum sem ætluð eru til almennrar útivistar.  Með framkvæmdinni er verið að svara ákalli íbúa um ærslabelgi víðar bænum og það innan sem flestra hverfa.  

Þar sem tveir hoppa saman þar er gaman

Ákveðið hefur verið að setja upp tvo nýja ærslabelgi í Hafnarfirði á árinu 2025 á völdum opnum svæðum í bænum sem ætluð eru til almennrar útivistar.  Með framkvæmdinni er verið að svara ákalli íbúa um ærslabelgi víðar bænum og það innan sem flestra hverfa.  

Hoppað á Hörðuvöllum og Holtinu  

Á fundi  umhverfis-  og  framkvæmdaráðs  Hafnarfjarðar  þann 30. október síðastliðinn var  samþykkt  að  svara ákalli íbúa og fjölga ærslabelgjum í bænum. Til stendur að setja upp ærslabelg á opnu svæði sem  afmarkast  af  Háholti,  Hvaleyrarbraut  og  Álfholti og hinn á opnu svæði á Hörðuvöllum. Svæðin eru ætluð til almennrar útivistar og þarfnast því ekki breytinga á skipulagi. Fimm ærslabelgir eru í Hafnarfirði í dag og því verða ærsabelgirnir orðnir sjö þegar þessir tveir verða komnir í gagnið. Ærslabelgirnir  eru  opnir  frá  kl.  9 -22  alla  daga  vikurnar yfir  sumartímann  og  njóta  mikilla  vinsælda  meðal  barna  og  ungmenna. Það verður hægt að hoppa ansi víða í Hafnarfirði á árinu 2025.  

Yfirlit yfir staðsetningu ærslabelgja 

Hoppað á Hörðuvöllum – staðsetning á nýjum ærslabelg á árinu

Hoppað á Holtinu – staðsetning á nýjum ærslabelg á árinu

 

Ábendingagátt