Tveir nýir búsetukjarnar á tveimur árum

Fréttir

Tveir nýir sex sérbýla búsetukjarnar í Hafnarfirði hafa risið og komist í fulla virkni á rétt um tveimur árum, annarsvegar að Arnarhrauni 50 og hins vegar að Öldugötu 45. Í lok maí 2021 fluttu fyrstu fjórir íbúarnir inn í nýjan búsetukjarna að Öldugötu og munu tveir íbúar til viðbótar flytja inn á haustmánuðum. Bærinn fékk nýjasta búsetukjarnann að Öldugötu afhentan formlega um miðjan maí 2021.

Fjölgun búsetukjarna er liður í áætlunum bæjarins um
fleiri heimili fyrir fatlað fólk

Tveir nýir sex sérbýla búsetukjarnar í Hafnarfirði hafa
risið og komist í fulla virkni á rétt um tveimur árum, annarsvegar að
Arnarhrauni 50 og hins vegar að Öldugötu 45. Fyrstu íbúarnir á Arnarhrauni
fluttu inn á sólríkum sumardegi sumarið 2020 og allir íbúar voru fluttir inn í
byrjun árs 2021. Í lok maí 2021 fluttu fyrstu fjórir íbúarnir inn í nýjan búsetukjarna
að Öldugötu og munu tveir íbúar til viðbótar flytja inn á haustmánuðum. Bærinn
fékk nýjasta búsetukjarnann að Öldugötu afhentan formlega um miðjan maí
2021.

IMG_0282Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson formaður fjölskylduráðs og Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fjölskyldu- og barnamálasviðs heimsóttu forstöðukonu, starfsfólk og íbúa búsetukjarnans að Öldugötu á dögunum og færðu þeim fallega blómvendi. Einn fyrir hverja íbúð og einn fyrir sameiginlega aðstöðu allra. 

Sérhönnuð heimili fyrir fatlað fólk

Hafnarfjarðarbær heldur áfram að fjölga heimilum fyrir fatlað
fólk í Hafnarfirði og hafa nú á rétt um tveimur árum risið tveir nýir
búsetukjarnar og þannig sérhönnuð heimili fyrir fatlað fólk. Allir íbúar í
Arnarhrauni voru að flytja í fyrsta sinn að heiman og draumur um sjálfstæða búsetu því orðinn að
veruleika. Þeir fjórir íbúar sem fluttir eru inn í Öldugötuna voru áður
búsettir í búsetukjarna í eigu Brynju hússjóðs í Einibergi. Áhersla er lögð á
það í báðum búsetukjörnunum, óháð umfangi og eðli þeirrar þjónustu sem hver
íbúi þarfnast, að íbúarnir upplifi nýja búsetu sem sitt heimili og griðastað.
Búsetukjarnarnir eru svipaðir að stærð eða um 350 fermetrar með sameiginlegu
rými fyrir starfsfólk og íbúa. Uppbygging á búsetukjarna að Öldugötu var í
höndum HBH ehf. en Framkvæmdafélagið Arnarhvoll ehf. sá um uppbyggingu
búsetukjarna að Arnarhrauni. Þykir framkvæmdin hafa tekist vel til í báðum
tilfellum og umgjörð og umhverfi til fyrirmyndar.  

IMG_7940Formleg afhending á húsnæði – lyklunum komið í réttar hendur. Frá HBH ehf. til Hafnarfjarðarbæjar og áfram til forstöðukonu búsetukjarnans að Öldugötu 45. 

Ábendingagátt