Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Terra umhverfisþjónusta sinnir sorphirðu fyrir Hafnarfjarðarbæ. Samhliða innleiðingu á nýju sorpflokkunarkerfi hefur Terra uppfært bílaflotann hjá sér í tvískipta sorphirðubíla sem mun sjá um sorphirðu í öllum hverfum í Hafnarfirði. Dreifing á nýjum sorpílátum gengur vel.
Terra umhverfisþjónusta sinnir sorphirðu fyrir Hafnarfjarðarbæ. Samhliða innleiðingu á nýju sorpflokkunarkerfi hefur Terra uppfært bílaflotann hjá sér í tvískipta sorphirðubíla sem mun sjá um sorphirðu í öllum hverfum í Hafnarfirði. Líkt og Hafnarfjarðarbær, með innleiðingu á nýju sorphirðukerfi, þá leggur Terra ríka áherslu á að auðvelda Hafnfirðingum að endurnýta, flokka og meðhöndla endurvinnsluefni og annan úrgang með ábyrgum hætti.
Vaskur hópur starfsfólks Terra sinnir sorphirðu fyrir matarleifar og blandaðan úrgang á 14 daga fresti og fyrir plast og pappír á 28 daga fresti. Við losun fer úrgangurinn í sitthvort hólfið í tvískiptum sorphirðubílum og losað í sitthvoru lagi á viðeigandi móttökustöðum Sorpu.
Dreifing á nýjum tvískiptum sorpílátum hófst á Holtinu í Hafnarfirði mánudaginn 22. maí og er nánast lokið með örfáum undantekningum. Dreifing hófst í vesturbæ Hafnarfjarðar 31. maí og er jafnframt hafin í miðbæ Hafnarfjarðar. Gert er ráð fyrir að dreifing í miðbæ klárist mánudaginn 5. júní og þá hefst dreifing í Áslandi og í blokkum á Norðurbakka. Öll sérbýli fá til eignar eitt nýtt tvískipt ílát fyrir matarleifar og blandaðan úrgang og fjölbýli ný ílát fyrir matarleifar. Nýtt flokkunarkerfi felur í sér að nú verður fjórum úrgangsflokkum safnað við hvert heimili bæjarins lögum samkvæmt. Öðrum flokkum þarf að skila beint í viðeigandi gáma á Sorpu eða í grenndargáma. Með nýju fyrirkomulagi er stigið mjög stórt skref í umhverfismálum sveitarfélaganna. Með réttri flokkun er hægt að minnka sóun og endurnýta verðmæti í stað þess að þeim sé hent.
Allar upplýsingar um nýtt flokkunarkerfi má finna á www.flokkum.is
Upplýsingar um fyrirkomulag, framkvæmd og dreifingu í Hafnarfirði
Terra umhverfisþjónusta leggur ríka áherslu á að auðvelda Íslendingum að skilja ekkert eftir; endurnýta, flokka og meðhöndla endurvinnsluefni og annan úrgang með ábyrgum hætti. Að skilja ekkert eftir er þýðing á Zero Waste sem er alþjóðlegt átak um að bæta umgengni við jörðina með því að draga úr mengun og minnka sóun. Terra umhverfisþjónusta hefur einsett sér að aðstoða fyrirtæki og heimili í þessum efnum, hvetja til minni notkunar á umbúðum og einfalda flokkun. Fyrirtækið hefur starfað við flokkun og söfnun endurvinnslu efna frá árinu 1984 og vinnur með fyrirtækjum, sveitarfélögum og einstaklingum í endurvinnslu og umhverfisvænni úrgangsstjórnun með áherslu á að koma öllum þeim efnum sem falla til í viðeigandi farveg og aftur inn í hringrásarhagkerfið.
Val á íþróttakonu, íþróttakarli og íþróttaliði Hafnarfjarðar fór fram í íþróttahúsinu Strandgötu í dag. Meistaraflokkur FH karla í handknattleik er…
Á íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðar 2024, sem haldin var í dag, var Anton Sveinn heiðraður sérstaklega fyrir afrek sín og…
Sunnudaginn 15. desember voru veittar viðurkenningar á Thorsplani fyrir best skreyttu húsin í Hafnarfirði.
Hafnarfjarðarbær vekur athygli á því að flugeldarusl á ekki heima í sorptunnum heimila. En við erum heppin, því sérstakir gámar…
Bæjarstjórn og starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar sendir íbúum og gestum heilsubæjarins Hafnarfjarðar hugheilar hátíðarkveðjur með hjartans þökk fyrir samstarf og samveru á…
Ég vil þakka kæru samstarfsfólki og ykkur bæjarbúum fyrir samstarfið og samveruna, traustið og hlýjuna á liðnum árum. Ég óska…
Hér má sjá hvernær sundlaugarnar okkar, bókasafnið, byggðasafnið, þjónustuver og Hafnarborg eru opnar yfir hátíðarnar. Einnig má hér finna hagnýtar…
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…