Tvískiptir bílar Terra til þjónustu reiðubúnir

Fréttir

Terra umhverfisþjónusta sinnir sorphirðu fyrir Hafnarfjarðarbæ. Samhliða innleiðingu á nýju sorpflokkunarkerfi hefur Terra uppfært bílaflotann hjá sér í tvískipta sorphirðubíla sem mun sjá um sorphirðu í öllum hverfum í Hafnarfirði. Dreifing á nýjum sorpílátum gengur vel.

Flokkaður úrgangur fer í sitthvort hólfið

Terra umhverfisþjónusta sinnir sorphirðu fyrir Hafnarfjarðarbæ. Samhliða innleiðingu á nýju sorpflokkunarkerfi hefur Terra uppfært bílaflotann hjá sér í tvískipta sorphirðubíla sem mun sjá um sorphirðu í öllum hverfum í Hafnarfirði. Líkt og Hafnarfjarðarbær, með innleiðingu á nýju sorphirðukerfi, þá leggur Terra ríka áherslu á að auðvelda Hafnfirðingum að endurnýta, flokka og meðhöndla endurvinnsluefni og annan úrgang með ábyrgum hætti.

Fjórum úrgangsflokkum safnað við hvert heimili

Vaskur hópur starfsfólks Terra sinnir sorphirðu fyrir matarleifar og blandaðan úrgang á 14 daga fresti og fyrir plast og pappír á 28 daga fresti. Við losun fer úrgangurinn í sitthvort hólfið í tvískiptum sorphirðubílum og losað í sitthvoru lagi á viðeigandi móttökustöðum Sorpu.

Dreifing á nýjum sorpílátum stendur yfir

Dreifing á nýjum tvískiptum sorpílátum hófst á Holtinu í Hafnarfirði mánudaginn 22. maí og er nánast lokið með örfáum undantekningum. Dreifing hófst í vesturbæ Hafnarfjarðar 31. maí og er jafnframt hafin í miðbæ Hafnarfjarðar. Gert er ráð fyrir að dreifing í miðbæ klárist mánudaginn 5. júní og þá hefst dreifing í Áslandi og í blokkum á Norðurbakka. Öll sérbýli fá til eignar eitt nýtt tvískipt ílát fyrir matarleifar og blandaðan úrgang og fjölbýli ný ílát fyrir matarleifar. Nýtt flokkunarkerfi felur í sér að nú verður fjórum úrgangsflokkum safnað við hvert heimili bæjarins lögum samkvæmt. Öðrum flokkum þarf að skila beint í viðeigandi gáma á Sorpu eða í grenndargáma. Með nýju fyrirkomulagi er stigið mjög stórt skref í umhverfismálum sveitarfélaganna. Með réttri flokkun er hægt að minnka sóun og endurnýta verðmæti í stað þess að þeim sé hent.

Allar upplýsingar um nýtt flokkunarkerfi má finna á www.flokkum.is

Upplýsingar um fyrirkomulag, framkvæmd og dreifingu í Hafnarfirði

Um Terra umhverfisþjónustu

Terra umhverfisþjónusta leggur ríka áherslu á að auðvelda Íslendingum að skilja ekkert eftir; endurnýta, flokka og meðhöndla endurvinnsluefni og annan úrgang með ábyrgum hætti. Að skilja ekkert eftir er þýðing á Zero Waste sem er alþjóðlegt átak um að bæta umgengni við jörðina með því að draga úr mengun og minnka sóun. Terra umhverfisþjónusta hefur einsett sér að aðstoða fyrirtæki og heimili í þessum efnum, hvetja til minni notkunar á umbúðum og einfalda flokkun. Fyrirtækið hefur starfað við flokkun og söfnun endurvinnslu efna frá árinu 1984 og vinnur með fyrirtækjum, sveitarfélögum og einstaklingum í endurvinnslu og umhverfisvænni úrgangsstjórnun með áherslu á að koma öllum þeim efnum sem falla til í viðeigandi farveg og aftur inn í hringrásarhagkerfið.

Ábendingagátt