Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Tvö atriði frá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar voru nú um helgina valin til að taka þátt í Nótunni – uppskeruhátíð tónlistarskóla. Sinfóníuhljómsveit skólans og gítardúett skipaður þeim Sóleyju Örnu Arnarsdóttur og Valgerði Báru Baldvinsdóttur náðu að komast áfram.
Það styttist í Nótuna (uppskeruhátíð tónlistarskóla) en svæðistónleikar eru í gangi þessa dagana um allt land þar sem valin eru 7 atriði frá hverju svæði á lokahátíð Nótunnar sem fram fer á í menningarhúsinu Hofi á Akureyri þann 6. apríl nk. Tvö atriði frá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar voru valin um helgina til að taka þátt í uppskeruhátíðinni. Sinfóníuhljómsveit skólans og gítardúett skipaður þeim Sóleyju Örnu Arnarsdóttur og Valgerði Báru Baldvinsdóttur náðu að komast áfram.
Nótan hefur verið árlegur viðburður síðan árið 2010 og er ætlað að vera vekja athygli á starfi tónlistarskólanna og um leið veita tónlistarnemendum viðurkenningu fyrir afrakstur vinnu sinnar.
Um Nótuna
NÓTAN – uppskeruhátíð tónlistarskóla var fyrst haldin skólaárið 2009-2010 og er árlegur viðburður í kerfi tónlistarskóla á Íslandi. Uppskeruhátíðin er ný vídd í starfsemi tónlistarskóla. Hátíðin er í senn faglega hvetjandi og skemmtilegt innlegg í skólastarfið fyrir alla aðstandendur skólanna jafnt innan veggja þeirra sem utan. Uppskeruhátíðin er þrískipt og skipulögð þannig að allir geti tekið þátt. Þátttakendur eru:
Tónlistarskólar starfa eftir heildarstefnu um nám og kennslu sem sett er fram í aðalnámskrá tónlistarskóla. Námið skiptist í þrjá megináfanga: grunnnám, miðnám og framhaldsnám og nær frá samþættu tónlistarnámi í forskóla upp að tónlistarnámi á háskólastigi. Í samræmi við áherslu á sjálfstæði skóla og sveigjanlegt skólastarf er starf tónlistarskóla gríðarlega fjölbreytt og gegna sérhæfð og staðbundin markmið tónlistarskóla lykilhlutverki í þróun öflugs tónlistarskólakerfis á landsvísu. Tónlistarskólar landsins eru um 90 talsins og um 15.000 nemendur stunda nám innan tónlistarskólakerfisins.
Með uppskeruhátíðinni er kastljósinu beint að samfélagi tónlistarskóla og tónlistarnemendum veittar viðurkenningar fyrir afrakstur vinnu sinnar. Helsta verkefni menntastofnana er að stuðla að almennri menntun og alhliða þroska nemenda. Einnig að efla sjálfsmynd þeirra og sjálfstraust, vellíðan, sköpunarkraft og hæfni til að takast á við áskoranir daglegs lífs. NÓTAN speglar vel víðfeðmt gildi tónlistarnáms og hlutverk tónlistarskóla sem mennta- og menningarstofnana. NÓTAN – uppskeruhátíð tónlistarskóla er samstarfsverkefni Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, Samtaka tónlistarskólastjóra, Tónastöðvarinnar, Töfrahurðar og Tónlistarsafns Íslands. Á Nótunni 2016 bættist Sinfóníuhljómsveit áhugamanna í hóp samstarfsaðila.
Yfir fimmtíu þúsund hafa nú stigið inn á Thorsplan og notið Jólaþorpsins með okkur. Nú hefst sjötta og síðasta helgi…
Félagsskapur Karla í skúrum hefur vaxið og dafnað allt frá því hann var stofnaður 2018 – fyrst hér í Hafnarfirði.…
Stór dagur var hjá Miðstöð vinnu og virkni í gær. Þórdís Rúriksdóttir, forstöðumaður Miðstöðvarinnar, segir að þótt dagurinn hafi verið…
Sundlaugamenning Íslands hefur verið formlega skráð sem óáþreifanlegur menningararfur mannkyns hjá UNESCO.
Fimmta Jólaþorpshelgin verður hlaðin kræsingum og gleði. Fjöldi skemmtiatriða og svo margt sem má upplifa í firðinum okkar fagra.
Tvöföld Reykjanesbraut milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns opnaði formlega síðdegis í gær. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar fagnaði því í Haukaheimilinu um leið og…
Tólf starfsmenn hlutu 25 ára starfsaldursviðurkenningu í gærdag. Samanlagður starfsaldur þessa flotta hóps er 300 ár. Aðeins konur prýddu fagran…
„Til hamingju með 25 ára afmælið,“ sagði Valdimar Víðisson bæjarstjóri þegar hann flutti ávarp á fræðsludegi og afmælisfögnuðu PMTO hugmyndafræðinnar…
All verk ehf. byggir búsetuskjarna með sólarhringsþjónustu við Smyrlahraun 41A. Húsnæðið verður tilbúið um mitt ár 2027.
Nú skína jólaljósin skært. Jólabærinn Hafnarfjörður hvetur Hafnfirðinga og vini Hafnarfjarðar til þess að senda ábendingu um þau hús, þær…