Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Tvöföld Reykjanesbraut milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns opnaði formlega síðdegis í gær. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar fagnaði því í Haukaheimilinu um leið og hann minnti á að þessi áfangi væri einmitt áfangi á leið að enn betra samgöngukerfi.
Um 80 manns mættu til að fylgjast með Eyjólfi Ármanssyni innviðaráðherra, Bergþóru Þorkelsdóttur, forstjóra Vegagerðarinnar, og Valdimari Víðissyni, bæjarstjóra í Hafnarfirði, klippa á borða til að marka formlega opnun tvöföldunar Reykjanesbrautar milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns. Áfanganum var fagnað í Haukaheimilinu.
Valdimar Víðisson bæjarstjóri sagði þar virkilega ánægjulegt að fagna þessum tímamótum. „Með þessari tvöföldun tökum við stórt skref í átt að öruggari og betri samgöngum. Tvöföldunin þýðir meira umferðaröryggi, skýrari aðskilnað akstursstefna, betra flæði og minni hættu á alvarlegum slysum. Þetta skiptir máli fyrir alla sem fara þessa leið, hvort sem það er til vinnu, í skóla, á flugvöllinn eða á milli bæjarfélaga,“ sagði hann.
„Fyrir okkur í Hafnarfirði skiptir þetta hins vegar alveg sérstaklega miklu máli. Reykjanesbrautin er helsta og stærsta samgönguæð sveitarfélagsins. Hún tengir okkur við höfuðborgarsvæðið, Suðurnesin, flugvöllinn og allt það atvinnulíf sem byggir á því að þessi tenging sé traust, greið og örugg.“
Samkvæmt frétt Vegagerðarinnar af opnuninni hefur umferðin á Reykjanesbraut aukist jafnt og þétt undanfarna áratugi og því mikilvægt að aðskilja akstursstefnur á veginum til að auka öryggi vegfarenda. „Meðaltalsumferð (árdagsumferð) á Reykjanesbrautinni árið 2024 var 21.500 bílar á dag.“
Framkvæmdaverkið Reykjanesbraut (41) Krýsuvíkurvegur – Hvassahraun felist í breikkun Reykjanesbrautar á 5,6 km kafla frá Krýsuvíkurvegi að enda fjögurra akreina brautarinnar á Hrauni vestan Straumsvíkur.
Vegurinn hafi verið breikkaður í 2+2 aðskildar akreinar, mislægum vegamótum við álverið í Straumsvík hafi einnig verið breytt og útbúnar vegtengingar að Straumi og Álhellu. „Byggð voru mislæg vegamót við Rauðamel og útbúnar vegtengingar að Straumsvíkurhöfn og dælu- og hreinsistöð austan Straumsvíkur með undirgöngum. Einnig voru gerð undirgöng fyrir gangandi og hjólandi rétt austan við álverið sem og eftirlitsstaðir fyrir umferðareftirlit beggja megin Reykjanesbrautar, austan við Straumsvík.“
Vegagerðin opnaði tilboð í verkið í apríl 2023 og gekk til samninga við Íslenska aðalverktaka hf. í maí 2023.
Valdimar sagði í ræðu sinni í Haukaheimilinu eftir opnunina næsta brýna verkefnið á Reykjanesbrautinni vera kaflann frá Kaplakrika að N1.
„Þar upplifa vegfarendur daglegar umferðarteppur á háannatímum, mikla og þunga umferð allan sólarhringinn og aðstæður sem hafa áhrif á bæði öryggi og lífsgæði íbúa,“ sagði hann og benti á að í næstu viku verði kynntir valkostir um framtíðarfyrirkomulag á þessum kafla. „Þar höfum við í Hafnarfirði verið skýr í okkar afstöðu: að okkar mati eru göng undir Setbergshamar álitlegasti kosturinn.“
Hann nefndi einnig mikilvægi Flóttamannaleiðarinnar svokölluðu. Öflug og örugg varaleið sé ekki lúxus. „Hún er hluti af grunnöryggi samfélagsins, skiptir máli fyrir viðbragðsaðila, fyrir flugsamgöngur, ferðaþjónustu, atvinnulíf og í raun allt þjóðarbúið. Við eigum að horfa á þessa leið sem þjóðarverkefni, ekki bara sem staðbundna vegaframkvæmd.“
Hann skoraði því á stjórnvald. „Við þurfum að taka skýrar ákvarðanir um þessa framtíðarkosti og tryggja fjármagn í þá lausn sem þjónar íbúum, umhverfi og öryggi best til lengri tíma.“
Að lokum óskaði hann öllum til hamingju með þennan mikilvæga áfanga á Reykjanesbraut.
Sundlaugamenning Íslands hefur verið formlega skráð sem óáþreifanlegur menningararfur mannkyns hjá UNESCO.
Fimmta Jólaþorpshelgin verður hlaðin kræsingum og gleði. Fjöldi skemmtiatriða og svo margt sem má upplifa í firðinum okkar fagra.
Tvöföld Reykjanesbraut milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns opnaði formlega síðdegis í gær. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar fagnaði því í Haukaheimilinu um leið og…
Tólf starfsmenn hlutu 25 ára starfsaldursviðurkenningu í gærdag. Samanlagður starfsaldur þessa flotta hóps er 300 ár. Aðeins konur prýddu fagran…
„Til hamingju með 25 ára afmælið,“ sagði Valdimar Víðisson bæjarstjóri þegar hann flutti ávarp á fræðsludegi og afmælisfögnuðu PMTO hugmyndafræðinnar…
All verk ehf. byggir búsetuskjarna með sólarhringsþjónustu við Smyrlahraun 41A. Húsnæðið verður tilbúið um mitt ár 2027.
Nú skína jólaljósin skært. Jólabærinn Hafnarfjörður hvetur Hafnfirðinga og vini Hafnarfjarðar til þess að senda ábendingu um þau hús, þær…
Allt er að smella hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar sem úthlutar á morgun mat og gjöfum til um 300 hafnfirskra einstæðinga og…
Sóli Hólm hefur aldrei sýnt oftar í Bæjarbíói en fyrir þessi jól. Alls 41 sýning og sú síðasta á Þorláksmessu.…
„Hafnarfjarðarkortið er lykillinn að Hafnarfirði,“ segir Þóra Hrund Guðbrandsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar um þetta glænýja hafnfirska gjafa- og inneignarkort „Þetta…