Um 1.100 starfsmenn á stefnumótunardegi

Fréttir

Hátt í 1.100 starfsmenn grunn- og leikskóla Hafnarfjarðarbæjar hittast á stefnumótunarfundi í dag, föstudag. „Það er alltaf svo gaman á haustin þegar við erum að byrja. Þetta er nýtt upphaf,“ sagði sviðsstjóri mennta- og lýðheilsusviðs.

Andinn efldur á stærsta starfsdegi Hafnarfjarðar!

Hátt í 1.100 starfsmenn grunn- og leikskóla Hafnarfjarðarbæjar hittast á stefnumótunarfundi í dag, föstudag. Alls starfa um 500 í leikskólum bæjarins og 600 í grunnskólunum en 5.800 nemendur eru á þessum skólastigum. Stutt er í að skólastarf vetrarins hefjist og mæta starfsmenn samtaka inn í veturinn.

Fanney Dóróthe Halldórsdóttir, sviðsstjóri mennta- og lýðheilsusviðs, hélt nú snemma í morgun erindi í Haukahúsinu fyrir allt starfsfólkið um menntastefnu Hafnarfjarðar. Hún leiddi þannig inn í starfsdaginn sem samanstendur af ólíkum málþingum í skólastofnunum bæjarins. Starfsmenn grunnskóla streymdu að því í loknu úr Haukahúsi og á viðeigandi málsþing.

Nýtt skólaár, nýtt upphaf

„Það er alltaf svo gaman á haustin þegar við erum að byrja. Þetta er nýtt upphaf,“ sagði Fanney við þennan stóra og öfluga hóp starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar og lagði áherslu á mikilvægi stefnumótunar. Mikilvægi þess að vita hvert ætti að stefna. Leiðir að markmiði gætu verið margar en allar ættu þær að miða að því sama. „Þið takið skerfin að því hvert við förum næstu eitt tvö árin, styðjið við sköpun, fjölbreytni, vellíðan og samvinnu,“ sagði hún.

Eftir erindi hennar fóru grunnskólastarfsmenn á stað í fyrstu málstofurnar en leikskólastarfsfólk hlýddi á Jennýju Dagbjörtu Gunnarsdóttur, þróunarfulltrúi leikskóla. Hún hélt þá erindi fyrir starfsfólk leikskólanna um aðalnámskrá þeirra og breytingarnar á henni. Hún sagði að breytingarnar eiga að skýra nánar hlutverk leiksins sem aðalnámsleið leikskólans og hvernig meta megi með reglubundnum hætti, og með virkri þátttöku barna, viðhorf, líðan og stöðu þeirra.

  • sjálfsprottinn leik barna og hann skilgreindur,
  • yngstu börnin í leikskólum,
  • áhrifamátt barna og trú þeirra á eigin getu (valdefling),
  • jöfnun félags- og menningarlegra aðstæðna barna (inngildi),
  • mikilvægi þess að tilheyra leikskólasamfélaginu (fullgildi),
  • skapandi leikskólastarf með opið og sveigjanlegt skipulag þar sem fjölbreyttar námsaðferðir og leikur barna eru í forgrunni,
  • hlutverk og ábyrgð leikskólakennara og starfsfólks,
  • mat á námi barna í gegnum leik sem er meginnámsleið barna.

Þetta er í fyrsta sinn sem svo stór starfsdagur er haldinn á menntasviði Hafnarfjarðarbæjar. Já, það er svo sannarlega spenna fyrir komandi skólaári, gleði að taka á móti börnunum úr sumarfríinu.

Ábendingagátt