Um 100 á fundi um aðalskiplag bæjarins

Fréttir

Horft er til þess að Hafnarfjarðarbær stækki um 6-14 þúsund til ársins 2040. Þetta kom fram á íbúafundi í Hafnarfirði síðdegis í gær. Um 100 mann sátu fundinn.

Hafnarfjörður vex og dafnar

Horft er til þess að Hafnarfjarðarbær stækki um 6-14 þúsund til ársins 2040. Þetta kom fram á íbúafundi í Hafnarfirði síðdegis á þriðjudag. Um 100 mann sátu fundinn sem haldinn var í hátíðarsal Hauka á Ásvöllum.

„Þetta er mikilvægt skref í sameiginlegri framtíðarsýn okkar fyrir Hafnarfjörð,“ sagði Valdimar Víðisson bæjarstjóri þegar hann opnaði fundinn og sagði hann lykilhluta skipulagsferlisins.

„Markmiðið hefur verið að móta skýra stefnu um hvernig við viljum að bærinn okkar þróist, dafni og vaxi á næstu árum og áratugum,“ sagði hann. „Við viljum skapa vettvang fyrir opna, uppbyggilega og jákvæða umræðu um framtíð bæjarins okkar, hvernig við viljum búa, starfa og lifa hér í Hafnarfirði á næstu árum.“

Fór yfir vinnslutillöguna

Stefán Gunnar Thors, VSÓ ráðgjöf, kynnti vinnslutillöguna að endurskoðun aðalskipulags 2025-2040.

„Við þekkjum öll hversu upplandið og græna svæðið eru frábær.“ Gæta þurfi þess til að halda í gæði þess að búa í Hafnarfirði. Hann horfði yfir stóru myndina og nefndi einnig að horfa verði til þess hvernig taka eigi á aukinni umferð með fjölgun íbúa. Fjölbreyttar lausnir séu í skoðun. Hann benti á að áhugavert væri að í tillögunum væri samgöngumiðstöð í tengslum við ferðir milli Leifsstöðvar og  höfuðborgarinnar. Svo sé horft til náttúruvár og hvar hægt sé að þróa byggð með tilliti til hennar.

Unnið með fjölda sérfræðinga

Skipulags- og byggingaráð, umhverfis- og skipulagssvið og ráðgjafateymi hafi unnið að vinnslutillögunn. Ráðgjafarnir séu Landslag, Tendra, Úrbana, VSB og VSÓ ráðgjöf. „Ég vona að þið finnið áhugann að lesa aðalskipulagið – í það minnsta að skoða nærumhverfið ykkar og hvort þið séuð sátt við tillögurnar. Ef ekki, að koma með ábendingar.“

Hann fór yfir helstu breytingar. Straumsvíkurhöfn stækkuð, atvinnusvæði stækkuð, borgarlínan sett inn í fyrsta sinn og miðbærinn fái aukið vægi. Horft sé til þess að Reykjanesbrautin far í göng undir Setbergið. Áhersla sé sett á stígakerfið og upplandið,

Stefán sagði tekið heildstætt á öllu uppblandinu. Helstu breytingar sé nýr golfvöllur, raflínuskipulag til framtíðar – þar sem áhersla sé á að engar loftlínur séu í íbúabyggð, tvö stór ný efnistöksvæði, nýr kirkjugarður, náttúruvá og viðbrögð.

Stefán talaði um Krýsuvík. Þar sé mótuð umgjörð fyrir útivist og ferðaþjónustu  Þar hafi verið lögð framtíðarsýn um orkuvinnslu til að mæta eftirspurn á höfuðborgarsvæðinu. Margt sé þó eftir að gera en HS orka sé með rannsóknarboranir í gagni. Unnið sé að því að staðsetja virkjun og önnur mannvirki.

Hafnarfjörður stækkar

Stefán sagði ljóst að fjöldi nýrra íbúða myndu rísa. Búið sé að marka markmið og áherslur. Mikilvægt sé að hafa fjölbreytt búsetuúrræðu, aðgengi að grænum, opnum svæðum og gæta öryggis. Horfa verði til vaxtamarka bæjarins.

Hann ræddi miðbærinn. „Við erum ástfangin af miðbæunum og viljum gera mikið fyrir hann,“ sagði Stefán og benti á að vinnufundur um hann yrði á morgun 13. nóvember. Nýja sýnin um hafnartenginguna væri frábær.

„Það er að mörgu að hyggja og hvernig við fáum líf og aðila til að byggja upp og fólk til að búa þar,“ sagði hann á fundinum. Stór atvinnusvæði væru í Hafnarfirði. Hellnahraunin væri orðið eitt stæra atvinnusvæði á höfuðborgarsvæðinu.

„Við höfum verið að stækka þau svæði lítillega og nýta opnanir sem þar eru,“ sagði hann. Hann nefndi mörg tækifæri í miðbænum og umbreytingar á Hrauni vestri.

„Það er talsvert af atvinnusvæðum í boði og við þurfum að huga að því hvernig atvinnustarfsemi við þurfum,“ sagði hann meðal annars á fundinum.

Hann sagði svo að lokum aðeins imprað á því helsta og hvatti fólk til að kynna sér breytingarnar á skipulagsgáttinni, mál nr. 1446/2025 og taka þátt í vinnustofunum framundan. Láta svo í sér heyra um hvað væri vel og hvað mætti betur fara.

  • Athugasemda og umsagnarfrestur til 24. nóvember
  • Vinnustofur 13 og 17 nóvember
Ábendingagátt