Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Horft er til þess að Hafnarfjarðarbær stækki um 6-14 þúsund til ársins 2040. Þetta kom fram á íbúafundi í Hafnarfirði síðdegis í gær. Um 100 mann sátu fundinn.
Horft er til þess að Hafnarfjarðarbær stækki um 6-14 þúsund til ársins 2040. Þetta kom fram á íbúafundi í Hafnarfirði síðdegis á þriðjudag. Um 100 mann sátu fundinn sem haldinn var í hátíðarsal Hauka á Ásvöllum.
„Þetta er mikilvægt skref í sameiginlegri framtíðarsýn okkar fyrir Hafnarfjörð,“ sagði Valdimar Víðisson bæjarstjóri þegar hann opnaði fundinn og sagði hann lykilhluta skipulagsferlisins.
„Markmiðið hefur verið að móta skýra stefnu um hvernig við viljum að bærinn okkar þróist, dafni og vaxi á næstu árum og áratugum,“ sagði hann. „Við viljum skapa vettvang fyrir opna, uppbyggilega og jákvæða umræðu um framtíð bæjarins okkar, hvernig við viljum búa, starfa og lifa hér í Hafnarfirði á næstu árum.“
Stefán Gunnar Thors, VSÓ ráðgjöf, kynnti vinnslutillöguna að endurskoðun aðalskipulags 2025-2040.
„Við þekkjum öll hversu upplandið og græna svæðið eru frábær.“ Gæta þurfi þess til að halda í gæði þess að búa í Hafnarfirði. Hann horfði yfir stóru myndina og nefndi einnig að horfa verði til þess hvernig taka eigi á aukinni umferð með fjölgun íbúa. Fjölbreyttar lausnir séu í skoðun. Hann benti á að áhugavert væri að í tillögunum væri samgöngumiðstöð í tengslum við ferðir milli Leifsstöðvar og höfuðborgarinnar. Svo sé horft til náttúruvár og hvar hægt sé að þróa byggð með tilliti til hennar.
Skipulags- og byggingaráð, umhverfis- og skipulagssvið og ráðgjafateymi hafi unnið að vinnslutillögunn. Ráðgjafarnir séu Landslag, Tendra, Úrbana, VSB og VSÓ ráðgjöf. „Ég vona að þið finnið áhugann að lesa aðalskipulagið – í það minnsta að skoða nærumhverfið ykkar og hvort þið séuð sátt við tillögurnar. Ef ekki, að koma með ábendingar.“
Hann fór yfir helstu breytingar. Straumsvíkurhöfn stækkuð, atvinnusvæði stækkuð, borgarlínan sett inn í fyrsta sinn og miðbærinn fái aukið vægi. Horft sé til þess að Reykjanesbrautin far í göng undir Setbergið. Áhersla sé sett á stígakerfið og upplandið,
Stefán sagði tekið heildstætt á öllu uppblandinu. Helstu breytingar sé nýr golfvöllur, raflínuskipulag til framtíðar – þar sem áhersla sé á að engar loftlínur séu í íbúabyggð, tvö stór ný efnistöksvæði, nýr kirkjugarður, náttúruvá og viðbrögð.
Stefán talaði um Krýsuvík. Þar sé mótuð umgjörð fyrir útivist og ferðaþjónustu Þar hafi verið lögð framtíðarsýn um orkuvinnslu til að mæta eftirspurn á höfuðborgarsvæðinu. Margt sé þó eftir að gera en HS orka sé með rannsóknarboranir í gagni. Unnið sé að því að staðsetja virkjun og önnur mannvirki.
Stefán sagði ljóst að fjöldi nýrra íbúða myndu rísa. Búið sé að marka markmið og áherslur. Mikilvægt sé að hafa fjölbreytt búsetuúrræðu, aðgengi að grænum, opnum svæðum og gæta öryggis. Horfa verði til vaxtamarka bæjarins.
Hann ræddi miðbærinn. „Við erum ástfangin af miðbæunum og viljum gera mikið fyrir hann,“ sagði Stefán og benti á að vinnufundur um hann yrði á morgun 13. nóvember. Nýja sýnin um hafnartenginguna væri frábær.
„Það er að mörgu að hyggja og hvernig við fáum líf og aðila til að byggja upp og fólk til að búa þar,“ sagði hann á fundinum. Stór atvinnusvæði væru í Hafnarfirði. Hellnahraunin væri orðið eitt stæra atvinnusvæði á höfuðborgarsvæðinu.
„Við höfum verið að stækka þau svæði lítillega og nýta opnanir sem þar eru,“ sagði hann. Hann nefndi mörg tækifæri í miðbænum og umbreytingar á Hrauni vestri.
„Það er talsvert af atvinnusvæðum í boði og við þurfum að huga að því hvernig atvinnustarfsemi við þurfum,“ sagði hann meðal annars á fundinum.
Hann sagði svo að lokum aðeins imprað á því helsta og hvatti fólk til að kynna sér breytingarnar á skipulagsgáttinni, mál nr. 1446/2025 og taka þátt í vinnustofunum framundan. Láta svo í sér heyra um hvað væri vel og hvað mætti betur fara.
Sóli Hólm hefur aldrei sýnt oftar í Bæjarbíói en fyrir þessi jól. Alls 41 sýning og sú síðasta á Þorláksmessu.…
„Hafnarfjarðarkortið er lykillinn að Hafnarfirði,“ segir Þóra Hrund Guðbrandsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar um þetta glænýja hafnfirska gjafa- og inneignarkort „Þetta…
Fjórða helgin okkar í Jólaþorpinu verður yndisleg. Veðrið mun leika við gesti en fyrst og fremst munu allar þær gersemar…
Börn fá frístundastyrk frá þriggja ára aldri. 10,6 milljarðar verða settir í fjárfestingar. Einnig verður sett fjármagn í uppbyggingu nýs…
Hjörtu okkar Hafnarfjarðar skarta fjólubláum lit í dag á alþjóðadegi fatlaðs fólks. Dagurinn er 3. desember ár hvert til að…
Menntastefna Hafnarfjarðarbæjar var kynnt á starfsdegi astarfsfólks frístundar-, grunnskóla- og leikskóla Hafnarfjarðarbæjar þann 14. nóvember. Þátttakendur gátu valið um ólíka…
Ný stefna um móttöku skemmtiferðaskipa í Hafnarfirði hefur verið samþykkt af bæjarráði. Stefnan gildir til 2035.
Um 30 útskrifuðust úr Leiðtogaskóla Hafnarfjarðarbæjar á dögunum. Nú hafa 90 stjórnendur bæjarins útskrifast. Kennslan eflir bæjarbraginn.
Mæðgurnar Lára Alda Alexandersdóttir og Silja Þórðardóttir lærðu saman að verða gusumeistarar. Þær nota kraftana í Herjólfsgufunni við Langeyrarmalir.
„Ég finn að Hafnfirðingar eru stoltir af Jólabænum og Jólaþorpinu á Thorsplani,“ segir Sunna Magnúsdóttir, verkefnastjóri Jólaþorpsins sem orðið er…