65M til hafnfirskra heimila

Fréttir

Hafnarfjarðarbær niðurgreiddi íþrótta- og tómstundastarf 6-16 ára barna um 64,5 milljónir árið 2015. Í heild nýttu foreldrar 3.050 barna sér frístundastyrk sveitarfélagsins árið 2015.  Ráðstöfun niðurgreiðslustyrkja frá 2012-2015 var kynnt í fræðsluráði í síðustu viku.

Hafnarfjarðarbær niðurgreiddi íþrótta- og tómstundastarf 6-16 ára barna um 64,5 milljónir árið 2015. Ráðstöfun niðurgreiðslustyrkja frá 2012-2015 var kynnt í fræðsluráði í síðustu viku.

Í heild nýttu foreldrar 3.050 barna sér frístundastyrk sveitarfélagsins árið 2015. Þar af voru rúmlega 2.500 börn sem fengu niðurgreiðslu fyrir fleira en eitt námskeið.  Til þess að námskeið sé niðurgreitt þarf það að standa í að minnsta kosti 10 vikur og að æfing sé að lágmarki einu sinni í viku. Meðalgreiðsla per barn var 21.159.- krónur og hefur upphæðin hækkað lítillega milli ára. Ástæða er aukin notkun frístundastyrkjanna.  Fleiri félög en áður nýta nú rafrænar leiðir til skráningar á þátttakendum og er stefnt að því á árinu 2016 að öll niðurgreiðsla fari fram með rafrænum hætti.

Sé kynskipting niðurgreiðslna skoðuð kemur í ljós að lítill munur virðist vera á kynjunum. Á þriggja ára tímabili, frá 2012-2015, fóru 52% niðurgreiðslu til stráka og 48% til stúlkna. Foreldrar 13 ára barna eru duglegastir að nýta sér frístundastyrkina en að öðru leyti dreifast styrkir jafnt á aldurshópana.

Ábendingagátt