Um sjö daga seinkun á sorphirðu

Fréttir

Tæming á allri flokkun úrgangs, bæði í grátunnu og blátunnu, er nú sjö dögum á eftir áætlun innan hluta hverfa í Hafnarfirði. Gert er ráð fyrir að sorphirða á Völlum, í Setbergi, ÁÁslandi, Álfaskeiði og innan nokkurra gatna sem eftir standa á Holtinu klárist fyrir helgi. Þjónustuaðilar vinna utan hefðbundins þjónustutíma þessa dagana og munu gera næstu daga og viku til að vinna upp seinkun.

Losun grenndargáma einnig á eftir áætlun

Tæming á allri flokkun úrgangs, bæði í grátunnu og blátunnu, er nú sjö dögum á eftir áætlun innan hluta hverfa í Hafnarfirði. Gert er ráð fyrir að sorphirða á Völlum, í Setbergi, Áslandi, Álfaskeiði og innan nokkurra gatna sem eftir standa á Holtinu klárist fyrir helgi. Þjónustuaðilar vinna utan hefðbundins þjónustutíma þessa dagana og munu gera næstu daga og viku til að vinna upp seinkun. Samningum samkvæmt á grátunna að vera losuð á 14 daga fresti og blátunnan á 28 daga fresti. Við þökkum íbúum fyrir skilning á ástandinu og vonum að sorphirðan verði komi á rétt ról sem fyrst.

Sláðu inn götuheiti og fáðu dagsetningar fyrir þitt heimili

Athugið að í dag þarf að bæta þessum sjö dögum við þær dagsetningar sem birtast. Ef niðurstöður standast ekki eru íbúar hvattir til að senda inn ábendingu þannig að hægt sé að skoða þau tilfelli sérstaklega.

Skrá ábendingu 

Unnið utan hefðbundins þjónustutíma til að vinna upp seinkun

Íbúar hafa ekki farið varhluta af þeirri miklu röskun og seinkun sem orðið hefur á sorphirðu síðustu daga. Upphaflega tafði snjókoma og færð för svo og frídagar yfir jólahátíðina. Einnig hefur tækni og bilun á tækjum sorphirðu haft mikil áhrif með þeim afleiðingum að erfiðara hefur reynst að vinna upp seinkun. Íbúar eru áfram hvattir til þess að tryggja aðgengi að sínum sorptunnum til þess að sorphirðuaðilar komist að til að tæma þær þegar bíllinn fer um hverfið.

Losun grenndargáma á eftir áætlun

Vegna færðar og bilana hefur losun grenndargáma einnig verið á eftir áætlun og eru gámar á flestum grenndarstöðum þegar fullir. Verktakar vinna að losun og vonir standast til að allt verði komið á áætlun fyrir helgi. Á meðan unnið er að losun eru íbúar m.a. í Hafnarfirði beðnir um að bíða með að nota grenndargámana og nýta sér endurvinnslustöðvar SORPU í staðinn. Auka bílar,

Yfirlit yfir endurvinnslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu 

Yfirlit yfir grenndarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu

Fyrirfram þakkir fyrir skilninginn!

Ábendingagátt