Um það bil 700 manns heimsóttu St. Jósefsspítala á laugardag

Fréttir

Um helgina var opið hús í St. Jósefsspítala en þar var boðið upp á leiðsögn um húsnæðið og gestum gafst kostur á að koma á framfæri hugmyndum um framtíð húsnæðisins.

Um helgina var opið hús í St. Jósefsspítala en þar var boðið upp á leiðsögn um húsnæðið og gestum gafst kostur á að koma á framfæri hugmyndum um framtíð húsnæðisins. Starfshópur um framtíð St. Jósefsspítala leggur mikla áherslu á að fá hugmyndir frá bæjarbúum og hefur verið opnuð netgátt þar sem hægt er að koma hugmyndum á framfæri við hópinn.  

Farið er með allar hugmyndir sem trúnaðarmál ef óskað er eftir því. Starfshópurinn mun vinna úr innsendum tillögum auk annarra hugmynda og skila niðurstöðum sínum til bæjarráðs eigi síðar en 15. október næstkomandi.

Á myndinni má sjá starfshóp um um mótun framtíðarstefnu um notkun St. Jósefsspítala en hann skipa ( Frá vinstri ) Sigríður Björk Jónsdóttir, Karl Guðmundsson, Guðrún Berta Daníelsdóttir formaður nefndarinnar og Sigríður Kristinsdóttir sviðstjóri stjórnsýslusviðs sem er verkefnisstjóri hópsins. Á myndina vantar Elvu Dögg Ásudóttur Kristinsdóttur.

Ábendingagátt