Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Nú geta Hafnfirðingar og aðrir áhugasamir fylgst með umferð um heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar og eru gögn uppfærð daglega. Vefmælingar gegna lykilhlutverki í vefþróun. Ákvarðanir um næstu skref og þróun vefja byggja á upplýsingum um notkun gesta á vefnum.
Upplýsingar um umferð um vef Hafnarfjarðarbæjar, hafnarfjordur.is, hafa frá og með deginum í dag verið gerðar öllum aðgengilegar.
Vefmælingar gegna lykilhlutverki í vefþróun. Ákvarðanir um næstu skref og þróun vefja byggja á upplýsingum um notkun og þannig eru m.a. heimsóknir inn á vefinn rýndar, fjöldi gesta skoðaður og upplýsingar fengnar um hvaðan gestir koma inn á vefinn, um ábendingar sem berast, hvaða efni er mest lesið og hvað er minnst skoðað og eins hvaða upplýsingar það eru sem gestir leita helst að í gegnum leitarglugga. Allar þessar upplýsingar eru nýttar til að gera vefinn aðgengilegri og áhugaverðari og það út frá þörfum og notkun. Um er að ræða enn eina nýjungina í upplýsingaþjónustu bæjarins.
Opna vefmælaborð Hafnarfjarðarbæjar
Þessar vefmælingar hafa legið til grundvallar í þróun vefs Hafnarfjarðarbæjar síðustu árin en hingað til hafa þessar mælingar ekki verið opinberar. Gögnin eru stöðugt uppfærð en þau eru sótt í Google Analytics vefgreiningartólið.
Fá dæmi þess eru að sveitarfélag, stofnun eða fyrirtæki galopni sín gögn með þessum hætti. Vefur Stjórnarráðsins er eitt fárra dæma sem hefur opnað fyrir sínar vefmælingar. Markmið Hafnarfjarðarbæjar með að opna á þessi góðu gögn er að veita ákveðið aðhald í eigin aðgerðum og gera íbúa og aðra hagsmunaaðila meira meðvitaða um mikilvægi vefsins fyrir starfsemi bæjarins. Framsetning mælaborðanna var unnin af fyrirtækinu Vefgreiningu og þróuð í samvinnu við starfsmenn þjónustu- og þróunarsviðs.
Gestir og notendur eru beðnir um að taka þátt í stafrænni vegferð með sínu sveitarfélagi með því að segja sína skoðun á vefnum með ábendingavirkni á undirsíðum: Var efnið hjálplegt? eða með því að koma skilaboðum á framfæri í gegnum netfangið hafnarfjordur@hafnarfjordur.is.
Markmiðið er að búa til notendavænan vef sem fylgir þörfum og miðlar efni sem fólk skilur. Framundan eru áframhaldandi spennandi verkefni í stafrænni þróun. Þessi gögn verða nýtt í þeirri þróun ásamt því að virku sambandi verður komið á við notendur á næstu misserum.
Fylgist endilega með þessari þróun og takið þátt.
Félagsskapur Karla í skúrnum hefur vaxið og dafnað allt frá því hann var stofnaður 2018 – fyrst hér í Hafnarfirði.…
Stór dagur var hjá Miðstöð vinnu og virkni í gær. Þórdís Rúriksdóttir, forstöðumaður Miðstöðvarinnar, segir að þótt dagurinn hafi verið…
Sundlaugamenning Íslands hefur verið formlega skráð sem óáþreifanlegur menningararfur mannkyns hjá UNESCO.
Fimmta Jólaþorpshelgin verður hlaðin kræsingum og gleði. Fjöldi skemmtiatriða og svo margt sem má upplifa í firðinum okkar fagra.
Tvöföld Reykjanesbraut milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns opnaði formlega síðdegis í gær. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar fagnaði því í Haukaheimilinu um leið og…
Tólf starfsmenn hlutu 25 ára starfsaldursviðurkenningu í gærdag. Samanlagður starfsaldur þessa flotta hóps er 300 ár. Aðeins konur prýddu fagran…
„Til hamingju með 25 ára afmælið,“ sagði Valdimar Víðisson bæjarstjóri þegar hann flutti ávarp á fræðsludegi og afmælisfögnuðu PMTO hugmyndafræðinnar…
All verk ehf. byggir búsetuskjarna með sólarhringsþjónustu við Smyrlahraun 41A. Húsnæðið verður tilbúið um mitt ár 2027.
Nú skína jólaljósin skært. Jólabærinn Hafnarfjörður hvetur Hafnfirðinga og vini Hafnarfjarðar til þess að senda ábendingu um þau hús, þær…
Allt er að smella hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar sem úthlutar á morgun mat og gjöfum til um 300 hafnfirskra einstæðinga og…