Umferð um Reykjanesbraut færð yfir á nýja suðurakbraut að hluta

Fréttir

Vegna vinnu við tvöföldun Reykjanesbrautar í gegnum Hafnarfjörð þarf að færa umferð yfir á nýja suðurakbraut á kafla frá Krýsuvíkurgatnamótum og að Strandgötu.

Vegna
vinnu við tvöföldun Reykjanesbrautar í gegnum Hafnarfjörð þarf að færa
umferð yfir á nýja suðurakbraut á kafla frá Krýsuvíkurgatnamótum og að
Strandgötu.

Ef
veður leyfir
má gera ráð fyrir að á morgun, þriðjudaginn 10. desember, verði umferð
færð yfir á nýja suðurakbraut. Farið verður í þessa framkvæmd fyrir hádegi.
Þessi ráðstöfun mun standa yfir næstu vikur meðan verktaki vinnur í að lækka
núverandi norðurakbraut. Það
er von Vegagerðarinnar að vegfarendur sýni þessu skilning og þolinmæði.

Ábendingagátt