Umsækjendur um starf skólastjóra

Tilkynningar

Hafnarfjarðarbær auglýsti starf skólastjóra Víðistaðaskóla laust til umsóknar í byrjun júní. Umsóknarfrestur rann út 21. júní.

Umsækjendur um starf skólastjóra 

Hafnarfjarðarbær auglýsti starf skólastjóra Víðistaðaskóla laust til umsóknar í byrjun júní. Umsóknarfrestur rann út 21. júní.

Víðistaðaskóli er teymiskennsluskóli með fjölbreytta kennsluhætti. Í skólanum eru 2 bekkjardeildir á yngsta stigi, 3 bekkjardeildir á miðstigi og 3–4 bekkjardeildir á elsta stigi. Í upphafi skólaársins 2023–24 voru um 520 nemendur í skólanum.

Leiðarljós Víðistaðaskóla eru: Ábyrgð – Virðing – Vinátta og er skólastarfið í anda þeirra. Í Víðistaðaskóla er lögð áhersla á að undirbúa nemendur undir framtíðina á lýðræðislegan hátt. Skólinn vinnur í anda lýðræðis og eru haldin sérstök þing þar sem ýmis mál eru rædd, þessi vinna er einnig tengd Barnasáttmálanum.

 

Lista yfir umsækjendur má sjá hér fyrir neðan:
  • Ari Jóhann Sigurðsson, sérkennari
  • Arnar Ævarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri
  • Arngunnur Hafstað Sigurþórsdóttir, aðstoðarskólastjóri
  • Dagný Kristinsdóttir, deildarstjóri
  • Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, aðstoðarskólastjóri
  • Guðmundur Björgvin Sigurbjörnsson, deildarstjóri
  • Soffía Ámundadóttir, deildarstjóri
Ábendingagátt