Umsjón og rekstur Bæjarbíós

Fréttir

Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðarbæjar auglýsir eftir áhugasömum aðilum til að taka að sér rekstur á Bæjarbíói undir lifandi menningarstarfsemi og annað sem styrkir rekstur hússins.

Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir áhugasömum aðilum til að taka að sér rekstur Bæjarbíós undir lifandi menningarstarfsemi og annað sem styrkir rekstur hússins. 

Umsóknir verða metnar á grundvelli eftirfarandi þátta:

  • Að starfsemin efli menningarlíf í Hafnarfirði
  • Að fjölþætt menningarstarfsemi sé í húsinu árið um kring og að skipuleggjendur menningarstarfs geti nýtt sér aðstöðuna á sanngjörnum kjörum
  • Rekstraráforma þar sem saman geta farið veitingasala, samkomur og annað sem styrkir rekstrarforsendur hússins
  • Að starfsemin samræmist stefnu bæjarins um varðveislu hússins

Með umsókn bjóðenda skal fylgja greinagerð um:

  • Fyrirhugaða menningarstarfsemi og framtíðarsýn um Bæjarbíó
  • Reynslu umsækjanda af menningarstarfsemi og skyldum rekstri
  • Viðskiptamódel þar sem fram kemur fjármögnun
  • Upplýsingar um markhóp og markaðssetningu

Umsækjendur sem sækjast eftir því að taka rekstur Bæjarbíós að sér þurfa að vera skuldlausir við Hafnarfjarðarbæ, í skilum með opinber gjöld og greiðslur til lífeyrissjóða.  Menningar- og ferðamálanefnd leggur mat á umsóknir og gerir tillögu að niðurstöðu til bæjarráðs. Samið verður til þriggja ára með möguleika á framlengingu í allt að þrjú ár til viðbótar.

Skilmála og útboðslýsingu er að finna hér

Nánari upplýsingar verða veittar á kynningarfundi í Bæjarbíó miðvikudaginn 5. október kl. 11:00.

Skilafrestur umsókna er til og með 12. október 2016 kl. 12:00.

Umsóknarform á MÍNUM SÍÐUM 

Ábendingagátt