Umsóknir í Sóley styrktarsjóð – framlenging á fresti

Fréttir

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) auglýsa eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum Sóleyju vegna nýsköpunar- og samstarfsverkefna annars vegar á sviði umhverfis- og samgöngumála og hins vegar á sviði velferðar- og samfélags. Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til og með mánudeginum 3. október nk.

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) auglýsa eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum Sóleyju vegna nýsköpunar- og samstarfsverkefna annars vegar á sviði umhverfis- og samgöngumála og hins vegar á sviði velferðar- og samfélags. Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til og með mánudeginum 3. október nk.

SSH – Framlengdur umsóknarfrestur: Styrkir á sviði umhverfis- og samgöngumála

SSH – Framlengdur umsóknarfrestur: Styrkir á sviði velferðar- og samfélags

Verkefni eru meðal áhersluverkefna í Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins

Framangreind verkefni eru meðal áhersluverkefna í Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 en markmiðið styrkveitinganna er að hvetja til þátttöku atvinnulífsins í slíkum verkefnum og styðja við verkefni sem tengja saman atvinnulíf og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og efla samstarf þeirra. Í ljósi þess verða aðeins veittir styrkir til lögaðila, en ekki einstaklinga. Fjármunir til úthlutunar úr sjóðnum vegna hvers málaflokks um sig eru 5,0 milljónir kr. Hámarksfjárhæð úthlutunar til einstakrar styrkumsóknar er 1,0 milljón kr. Starfsreglur sjóðsins og umsóknareyðublað eru aðgengileg á vef SSH.

 

Umsókn skal jafnframt fylgja 8-12 glæru kynning þar sem fram kemur:

  • Rökstuðningur þess að verkefnið sé nýsköpunarverkefni á sviði umhverfis- og samgöngumála eða velferðar- og samfélags og falli að ofangreindum markmiðum
  • Greinargóð lýsing á verkefninu, auk verk- og tímaáætlunar
  • Fjárhagsáætlun (kostnaðar- og tekjuáætlun), auk upplýsinga um aðra fjármögnun
  • Rökstuðningur þess að umsækjandi hafi faglega og fjárhagslega getu til að hrinda verkefninu í framkvæmd

Sé umsókn ekki til samræmis við framangreint verður hún ekki tekin til efnislegrar meðferðar.

 

Styrkþegar 2021: Björn Jónsson frá Markaðsstofu Kópavogs, Steinunn Guðbjörnsdóttir frá Exploring Iceland, Eva María Þórarinsdóttir Lange frá Pink Iceland og Þór Sigurðsson frá Expluria.

 

Umsóknarfrestur um styrki úr sjóðnum fyrir árið 2022 er til og með 3. október!
Ákvörðun um úthlutun mun liggja fyrir eigi síðar en 20. nóvember 2022.

Úthlutunarnefnd áskilur sér rétt til að leggja til að öllum umsóknum verði hafnað.

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
Hamraborg 9, 200 Kópavogi
Sími: 564 1788
Netfang: ssh@ssh.is

Ábendingagátt