Undirbúningur fjölskyldugarða í fullum gangi

Fréttir

Fjölskyldugarðar Hafnarfjarðar verða opnir öllum bæjarbúum og er hér um að ræða frábært tækifæri fyrir fjölskyldur og aðra til að rækta sitt eigið grænmeti og hugsa um í sumar. Fjölskyldugarðarnir verða opnir á Víðistöðum og á Öldugötu.

Frábært tækifæri fyrir alla áhugasama – einstaklinga og
fjölskyldur

Fjölskyldugarðar Hafnarfjarðar verða opnir öllum bæjarbúum
og er hér um að ræða frábært tækifæri fyrir fjölskyldur og aðra til að rækta sitt
eigið grænmeti og hugsa um í sumar. Fjölskyldugarðarnir verða opnir á
Víðistöðum og á Öldugötu. Kostnaður fyrir garð er 1.500. kr. og
fyrir tvo garða er greiðslan kr. 2.500.- Líkt og í fyrra er grænmeti eða annað
efni ekki innifalið en aðgengi að vatni og minniháttar verkfærum verður til
staðar. Garðarnir afhendast plægðir og úthlutun hefst í lok maí.

Skráning hefst í gegnum Mínar síður miðvikudaginn 13.
maí.  

Ábendingagátt