Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Félags- og húsnæðismálaráðherra og bæjarstjórar Hafnarfjarðarkaupstaðar, Akureyrarkaupstaðar og Kópavogsbæjar undirrituðu í dag samninga um móttöku 55 sýrlenskra flóttamanna sem væntanlegir eru til landsins í næsta mánuði.
Undirritun samninga við sveitarfélög um móttöku flóttafólks
Undirbúningur að móttöku flóttafólksins hefur staðið yfir um nokkurt skeið í samvinnu við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNCHR). Hópurinn samanstendur af tíu fjölskyldum; 20 fullorðnum einstaklingum og 35 börnum og dvelur fólkið allt í flóttamannabúðum í Líbanon. Af hópnum munu 23 setjast að á Akureyri, 17 í Hafnarfirði og 15 í Kópavogi.
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir gleðilegt að nú sé komið að því að bjóða flóttafólkið velkomið til landsins: „Ég er þess fullviss að sveitarfélögin og aðrir sem hlutverki hafa að gegna muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að taka sem allra best á móti fólkinu þannig að því geti liðið hér vel og aðlagast íslensku samfélagi. Við landsmenn eigum að sameinast um þetta verkefni og leggja metnað okkar í að gera það sem best.“
Samið um stuðning til tveggja ára
Það nýmæli er í samningunum sem undirritaðir voru í dag að móttökuverkefnið tekur til tveggja ára í stað eins áður. Þetta er gert í samræmi við ábendingar sveitarfélaga sem telja í ljósi reynslu að flóttafólk hafi þörf fyrir stuðning í kjölfar komu hingað til lands um lengri tíma en áður hefur verið miðað við. Gert er ráð fyrir að greiðslur ríkisins til sveitarfélaganna á samningstímanum nemi samtals 173,4 milljónum króna.
Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri segir að undirritun samninga um móttöku 17 flóttamanna til Hafnarfjarðar sé afar ánægjulegt skref. „Undirbúningur vegna komu fólksins hefur staðið yfir í nokkrar vikur og lögð er áhersla á að vanda vel til þessa mikilvæga verkefnis. Við í Hafnarfirði byggjum á reynslu af móttöku flóttamannafjölskyldu frá Afganistan sem kom til okkar í fyrra. Ráðinn hefur verið verkefnastjóri sem mun m.a. hafa með höndum þjónustu og stuðning við þessa nýju íbúa sveitarfélagsins.“
Í viðmiðunarreglum flóttamannanefndar um móttöku og aðstoð við flóttafólk er staða flóttafólks og réttindi þeirra skilgreind, fjallað um inntak þeirrar aðstoðar sem flóttafólk skal njóta fyrst eftir komu sína til landsins og gerð grein fyrir kostnaðarskiptingu vegna þess milli ríkis og viðkomandi sveitarfélaga. Í grófum dráttum snúa þessi verkefni að því að tryggja fólki húsnæði, félagslega ráðgjöf, menntun og fræðslu, heilbrigðisþjónustu, aðstoð við atvinnuleit og fjárhagsaðstoð til framfærslu.
Í samræmi við viðmiðunarreglur flóttamannanefndar verða skipaðir samráðshópar um stuðning og aðlögun flóttafólksins þar sem sæti eiga tveir fulltrúar sveitarfélags, fulltrúi deildar Rauða krossins í viðkomandi sveitarfélagi og fulltrúi velferðarráðuneytis sem er formaður hópsins.
Rauði krossinn á Íslandi kemur að móttöku flóttafólksins í hverju sveitarfélagi þar sem hann útvegar fólkinu nauðsynlegt innbú á heimili þeirra og hefur jafnframt umsjón með stuðningsfjölskyldum sem ætlað er að liðsinna flóttafólkinu við aðlögun. Velferðarráðuneytið og Rauði krossinn gera með sér samning um framkvæmd þessara verkefna.
Fylgiskjöl
Börnum og ungmennum með margvíslegan vanda stendur áfram til boða að fara í músíkmeðferð hjá Hljómu. Inga Björk Ingadóttir músíkmeðferðarfræðingur…
67 ára og eldri Hafnfirðingum hefur áfram verið tryggð vatnsleikfimi undir handleiðslu Kristins Magnússonar hjá Ásmegin sjúkraþjálfun tvisvar í viku…
Sveit Fjarðar sigraði á árlegu Þorramóti Fjarðar í boccia sem fram fór um helgina. Að vanda var bæjarstjórnum Hafnarfjarðar, Garðabæjar…
Mikil spenna er fyrir nýja leikskólaum Áshamri. Bæjarstjóri leit eftir framkvæmdunum í vikunni sem eru á áætlun og stefnt á…
Hafnfirsk börn sátu í tveimur hollum og sem fastast og nutu sýningar Sinfóníuhljómsveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar á Maxímús Músíkús nú í…
Öskudagurinn var litríkur og skemmtilegur að vanda í hjarta Hafnarfjarðar. Börnin þefuðu sykurinn upp og sungu undursamlega fyrir hverjum mola.
Lið félagsmiðstöðvarinnar Mosans í Hraunvallaskóla varð í 3. sæti í hönnunarkeppninni Stíl á vegum Samfés. Alls tóku 30 lið þátt…
Nýr leikskóli opnar í Hamraneshverfi í byrjun apríl. Þau sem hafa áhuga á að bæta Áshamri í val sitt um…
Handbók sem gefur hugmyndir um hvernig best megi nýta undirbúningstíma fyrir leikskólakennara er komin út. Bókin er samstarfsverkefni Hafnarfjarðarbæjar, Reykjavíkur…
Bæjarráð veitir ár hvert félagasamtökum, fyrirtækjum eða einstaklingum styrki til starfsemi og þjónustu sem fellur að hlutverki sveitarfélagsins. Umsóknarfrestur er…