Ung og sexí – Skapandi Sumarstörf

Fréttir

Félagarnir Kolbeinn Sveinsson og Einar Baldvin Brimar Þórðarson, hafa í sumar, á vegum Skapandi Sumarstarfa, unnið við skrif að Íslenskum söngleik um ungt fólk sem mun bera nafnið Ung og sexí. Nafn söngleiksins kemur frá laginu Ung og sexí, eftir hljómsveitina Kef LAVÍK.

Félagarnir Kolbeinn Sveinsson og Einar Baldvin
Brimar Þórðarson hafa í sumar, á vegum Skapandi Sumarstarfa, unnið við skrif að Íslenskum söngleik um ungt
fólk sem mun bera nafnið Ung og sexí. Nafn söngleiksins kemur frá laginu Ung
og sexí
, eftir hljómsveitina Kef LAVÍK.

Hugmyndin að
söngleiknum hefur fengið að malla í rúm tvö ár

Hugmyndin að söngleiknum
kom fyrir rúmum tveimur árum síðan, þegar þeir voru námsmenn við
Flensborgarskólann en síðan þá hefur hugmyndin þróast og er nú hægt og rólega að
verða að veruleika. Eins og er vinna þeir hörðum höndum að því að fínpússa
verkið. Fyrsta og annað uppkast að söngleiknum er komið í hús og þeir eru hálfnaðir með þriðja uppkastið.

Söngleikurinn Ung og sexí
er í grófum dráttum Jukebox söngleikur fullri lengd en það eru söngleikir þar
sem tónlistin samanstendur af þekktum lögum, í stað frumsamdra. Tónlistin verður
í brennidepli í leiksýningunni og mun innihalda íslensk hip hop- og popp lög
frá síðustu fimmtán árum. Meðal þeirra má nefna; Hún er alveg með‘etta
(Friðrik Dór), Stjörnuhröp ( Gabríel, Opee, Valdimar Guðmundsson), Hjartað
tók kipp
(Raven), Út í geim (Birnir), Það birtir alltaf til
(Kristmundur Axel) og Rólegur Kúreki (Bríet) að því gefnu að þeir fái leyfi
höfunda að nota lögin í sýningunni.

Einar Baldvin situr að skrifum á Pallett

Skapandi skrif í
beinni

Áhugasamir geta fylgst með
þessum sískrifandi höfundum í beinni á kaffihúsinu Pallett í Hafnarfirði á
milli kl 10 og 14 alla mánudaga og miðvikudaga út júlí. Þar bjóða þeir fólki að
setjast með sér í hversdagslegt spjall sem oftar en ekki endar á því að einhver
ný hugmynd læðist inn í verkið. Hægt er að fylgjast með daglegum verkefnum og
uppátækjum þeirra Kolbeins og Einars Baldvins í gegnum Instagram síðu þeirra.

Ábendingagátt