Ungmennaráð Sveio og Hafnarfjarðar hittast

Fréttir

Átján norsk ungmenni komu í heimsókn til Hafnarfjarðar á dögunum ásamt fræknu fylgdarliði. Tilgangur ferðarinnar var að skoða land og þjóð ásamt því að heimsækja Ungmennaráð Hafnarfjarðar og forvitnast um starfsemi þess og verkefni.

Átján norsk ungmenni komu í heimsókn til Hafnarfjarðar á dögunum ásamt fræknu fylgdarliði. Ungmennaráð frá Sveio í Hordaland í Noregi hafði samband við
Ungmennaráð Hafnarfjarðar á síðasta ári og leiddi samtalið hópinn ásamt bæjarstjóra Sveio, sem er lítið 3.600 manna samfélag, í heimsókn til Hafnarfjarðar dagana 28. – 31. mars. Tilgangur
ferðarinnar var að skoða land og þjóð ásamt því að heimsækja Ungmennaráð Hafnarfjarðar og forvitnast um starfsemi þess og verkefni. Hóparnir tveir hittumst á vinnu- og fræðsludegi föstudaginn 29. mars þar sem hóparnir kynntu sig og vinnu sína auk þess að heimsækja Forseta Íslands á Bessastaði, fara í sund í Suðurbæjarlaug og eiga saman frjálsan tíma í Hamrinum ungmennahúsi og víðar. 

Óformlegt nám – Non Formal Education

Starfsmenn og ungmenni ungmennaráðanna líta á þessa heimsókn sem tækifæri fyrir hópana til lærdóms og nýrrar reynslu og þekkingar utan skólastofunnar. Hið svokallaða
óformlega nám er til þess fallið að auka persónulegan, félagslegan og faglegan þroska
einstaklinganna í verkefninu ásamt því að efla virka þátttöku og samfélagslega vitund þátttakenda. Óformlegt nám (e.Non formal education) er skilgreint sem lærdómur sem þátttakendur öðlast utan
hefðbundins námsumhverfis (t.d. ekki í skólastofu). Lærdómur sem þátttakendur
stunda af áhuga og af fúsum og frjálsum vilja (ekki skylda). Allt eru þetta þættir sem auka möguleika ungmenna til atvinnuþátttöku síðar meir. 

Sjá umfjöllun um heimsókn á TV Hordaland

Ungmennaráð Hafnarfjarðar er á Facebook

Ábendingagátt