Ungmennaþing 15. mars

Fréttir

Ungmennaþing Hafnarfjarðar verður haldið 15. mars. Þingið er vettvangur ungs fólks til að koma saman og ræða á málefnalegan hátt um sín mál og koma með tillögur til úrbóta. 

Ungmennaráð Hafnarfjarðar ásamt starfsfólki félagsmiðstöðva Hafnarfjarðar halda Ungmennaþing Hafnarfjarðar þriðjudaginn 15. mars n.k. Ungmennaþing er vettvangur ungs fólks til þess að koma saman og ræða á málefnalegan hátt um sín mál ásamt því að setja fram tillögur til úrbóta. Hverju er hægt að breyta, hvað er vel gert og hvað er hægt að gera betur? Ungmennaráð sér um að safna saman hugmyndum og tillögum unga fólksins og vinna úr þeim. Niðurstöður verða fluttar fyrir bæjarstjórn.

Í ár hafa fjögur umræðuefni orðið fyrir valinu, skólamál, umhverfi og skipulag, félagslíf og menning og að lokum forvarnir. Athygli skal vakin á því að málefni eru mjög opin og þátttakendur hvattir til þess að ræða um þau málefni sem þeim þykir mikilvæg.

Staður og stund

  • Lækjarskóli
  • Þriðjudagurinn 15. mars 2016
  • Húsið opnar kl. 18:30 og ungmennaþingið hefst kl. 19:00

Dagskrá*

  • 18:30     Hús opnar og hugmyndir teknar saman
  • 19:00     Bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Haraldur L. Haraldsson, segir nokkur orð
  • 19:05     Ína og Lára úr Ungmennaráði Hafnarfjarðar segja nokkur orð
  • 19:10     Skipt verður í fjóra hópa: Skólamál, forvarnir, umhverfi og skipulag, félagslíf og                              menning. Í hópunum eru málin rædd og niðurstaða fengin
  • 20:20      Pizza, drykkir og góð tónlist
  • 21:00      Húsið lokar


*Dagskrá birt með fyrirvara um breytingar.

Ábendingagátt