Ungmennaþing þann 24. september um ungmennahúsin

Fréttir

Ungmennaþing verður haldið í Flensborgarskóla þriðjudaginn 24. september klukkan 17 eða fimm síðdegis. Pizzur í boði. Guðjón Smári útvarpsmaður FM957 stýrir samtalinu.

Ungmennaþing fyrir 16-24 ára í Flensborg 

Ahhhh, pizzur og áhrif! Er það ekki eitthvað? „Vilt þú spila tónlist og hafa pláss fyrir hljóðfærin?“ spyr Guðjón Smári útvarpsmaður FM957 sem stýrir umræðum á ungmennaþingi sem haldið verður í Flensborgarskóla þriðjudaginn 24. september klukkan 17 eða fimm síðdegis.

Ungt fólk á aldrinum 16-24 ára fær tækifæri til að hanna sitt eigið ungmennahús. Segja hvað það vill hafa innan þeirra og hvað ekki á þinginu. Við hvetjum því öll að setja mark sitt á málið. Það skiptir máli.

 

Tvö ný ungmennahús

Tvö ný ungmennahús bíða í startholunum fyrir unga Hafnfirðinga. Annað þeirra er í gamla Lækjarskóla, Nýsköpunarsetrinu. Þar verður áhersla lögð á listir og sköpun. Dagvistun fyrir fötluð ungmenni, sem hafa lokið framhaldsskóla, verður svo sett upp á Selhellu 7, þar sem Brettafélag Hafnarfjarðar er einnig til húsa. Þar verður einnig hópa- og félagsstarfs fyrir ólíka hópa á kvöldin.

Meira en helmingi meira pláss en áður í Ungmennahúsum bæjarins. Þjónustan verður fjölbreyttari og opnunartímar samtals lengri. „Við viljum heyra hvernig þið, unga fólkið, telur þjónustuna sem besta,“ segir Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar.

Höfum áhrif og mætum öll!

 

ENGLISH

Want to design your own youth centre? Are you 16-24 years old and want to make an impact? We are currently planning our youth centres. List all the things you want in there. See you at the youth assembly. Come and give us your input. It matters.

Where and when? In Flensborg, Tuesday, 24 September at 5 p.m

POLSKI

Chcesz zaprojektować własny dom młodzieży? Masz 16-24 lata i chcesz mieć wpływ? Nadszedł czas zaplanowania działalności naszych domów młodzieży. Zaprezentuj, co Twoim zdaniem powinno się tam znaleźć. Do zobaczenia na forum młodzieży. Przyjdź i wykaż się w tej sprawie. To się liczy.

Gdzie i kiedy? Flensborg, wtorek 24 września o godzinie 17.

 

Ábendingagátt