Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Hátt í fjörutíu sátu Build-kynningarfund um nýtt námsefni sem haldið var hjá Hafnarfjarðarbæ á dögunum. Píeta samtökin standa að verkefninu með mennta- og lýðheilsusvið Hafnarfjarðar sem sinn bakhjarl.
Hátt í fjörutíu frá skólum Hafnarfjarðarbæjar sátu Build-kynningarfund um nýtt námsefni sem haldið var hjá Hafnarfjarðarbæ á dögunum. Píeta samtökin standa að verkefninu með mennta- og lýðheilsusvið Hafnarfjarðar sem sinn bakhjarl. BUILD er 6 vikna forvarnanámskeið hannað af sálfræðingum út frá samtali við ungmenni til að efla þau í erfiðum aðstæðum, kenna þeim þrautseigju og seiglu og gefa bjargráð.
Ellen Calmon, framkvæmdastýra Píeta samtakanna, segir verkefnið lífsnauðsynlegt. „Þetta er gríðarlega þarft verkefni og markmið Píeta samtakanna að lágmarka fjölda skjólstæðinga í framtíðinni með því að standa að kenna ungmennunum bjargráðin,“ segir hún.
„Við erum einstaklega þakklát Hafnarfjarðarbæ fyrir að taka þessu verkefni svona vel. Fagfólk bæjarins hefur lagt heilmikið að mörkum að þróa kennsluefnið. Þetta hefur verið einstakt samband og bærinn tekið þetta verkefni upp á sína arma,“ segir Ellen.
Stella B. Kristinsdóttir, fagstjóri forvarna- og frístundastarfs hjá Hafnarfjarðarbæ, segir námskeiðið hafa verið kennt síðustu ár í skólum Hafnarfjarðarbæjar. Kennsluleiðbeiningar ásamt verkefnabók til að styðja við námsefnið hafi nú verið uppfært.
„Við fengum eldri þjálfara úr Build-samfélaginu og nýja saman og fórum yfir nýja námsefnið sem dýpkar viðfangsefið enn frekar,“ segir hún.
„Við höfum í höndunum enn áhrifaríkara 6 vikna forvarnarnám fyrir 8. bekkinga eftir að hafa þróað námsefnið enn frekar,“ segir hún. „Fjöldi skóla tekur árlega þátt og við höldum alltaf þjálfaranámskeið sem þetta til að þjálfa fólk í að kenna efnið.
Stella segir sýnt að Build auki þrautsegju og seiglu. „Grunnur námskeiðsins er að ræða við ungt fólk um mikilvæg málefni í þeirra lífi, eins og um fjölskyldu, vini, einelti og kenna þeim að átta sig á hvenær eitthvað í umhverfi þeirra er vandamál. Þannig geta þau betur metið hvenær þau þurfa að leita sér hjálpar. Þau sitja þá ekki of lengi með það sem þeim líður illa með heldur fá hjálp,“ segir Stella.
Ellen segir ljóst að þessi mikilvæga forvörn hefði ekki dafnað eins og hún hefur gert, eða verið hægt að bjóða öðrum sveitarfélögum að taka þátt, nema fyrir fagfólkið í Hafnarfjarðarbæ. „Við erum sjúklega ánægð með samstarfið.“
Stella segir hátt í 25 nú hafa þjálfararéttindi og að næsta þjálfaranámskeið verða í nóvember. Þá hefjist námskeiðin fyrir börnin á vorönn.
„Við bjóðum öllum skólum að taka þátt og hvetjum þá til þess að gefa krökkunum sínum tækifæri til að öðlast þá færni sem Build kennir.“
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.
„Við systkinin erum öll orðin svo gott sem fullorðin og tvö komin á fertugsaldur, en öll viljum við hvergi annars…
Nýr sex deilda leikskóli verður tekinn í notkun í Hamranesi á árinu 2025 sem og nýtt knatthús að Ásvöllum og…
Hvað er betra en að kynnast sögunni á hlaupum? Nú eru aðeins tveir dagar í Kaldárhlaupið, 10 km hlaup í…