Stuttir skynditónleikar á fjórum stöðum

Fréttir

Söngkonan Unnur Sara Eldjárn ásamt Bisous bandinu mun gleðja gesti og gangandi með stuttum tónleikum á hinum ýmsu stöðum í Hafnarfirði föstudaginn 2. september. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Tónleikarnir eru 20 mínútna langir. 

Stuttir og ókeypis skynditónleikar á fjölbreyttum stöðum 

Söngkonan Unnur Sara Eldjárn ásamt Bisous bandinu mun gleðja gesti og gangandi með stuttum tónleikum á hinum ýmsu stöðum í Hafnarfirði föstudaginn 2. september. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Tónleikarnir eru 20 mínútna langir. 

  • Kvennastyrkur kl. 11:30
  • Brikk kl. 13:30
  • Bókasafn Hafnarfjarðar kl. 15:30
  • Sundhöll Hafnarfjarðar kl. 16:30

Unnur Sara vinsæl í Bandaríkjunum, Indonesíu og Filippseyjum  

Tónlist Unnar Söru má finna á tveimur breiðskífum sem hafa komið út á síðustu árum, „Unnur Sara syngur Gainsbourg” (2018) og „Bisous” (2020) en þar má heyra vinsæl lög frá sixties tímabilinu í Frakklandi frá flytjendum og höfundum á borð við Serge Gainsbourg, Françoise Hardy, France Gall og fleirum. Þessi lög í flutningi Unnar eru komin með yfir 2.000.000 streymi á Spotify og eru einna vinsælust í Bandaríkjunum, Indónesíu og Filippseyjum. Poppsmellurinn „Zou Bisou Bisou“ af hennar nýjustu plötu vakti jafnframt athygli á Íslandi í fyrra með langri setu á vinsældalista Rásar 2. Hún er nú búsett í Suður – Frakklandi og vinnur í nýju sólóefni undir listamannsnafninu Sara Océan.

Bisous bandið skipa að þessu sinni:

  • Daníel Helgason, gítar
  • Sigmar Þór Matthíasson, kontrabassi
  • Þorvaldur Kári Ingveldarson, trommur

Verkefnið er styrkt af Hafnarfjarðarbæ

Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta á tónleikana, syngja, dansa og gleðjast!

Ábendingagátt