Uppbygging í ungmennagolfi

Fréttir

Í nýjum samningi Hafnarfjarðarbæjar og GSE er sérstök sérstök lögð á uppbyggingu barna og unglingastarfs.

Hafnarfjarðarbær og Golfklúbburinn Setbergi (GSE) hafa undirritað samning um rekstur á golfvelli og skrifstofu félagsins. Þá er í samningnum lögð sérstök áhersla á uppbyggingu barna og unglingastarfs en klúbburinn hefur undanfarin ár staðið fyrir golfnámskeiðum á sumrin.

Golfklúbburinn Setbergi telur rúmlega 500 félagsmenn og hélt upp á 20 ára afmæli sitt á nýliðnu ári. Klúbburinn rekur í dag Setbergsvöll en á næstu árum er fyrirhugað að reisa þar íbúabyggð. Á aðalskipulagi Hafnarfjarðarbæjar er fyrirhugað golfsvæði við Hamranes sem bærinn mun upplýsa GSE um allar breytingar á og standa fyrir viðræðum við golfklúbbinn varðandi uppbyggingu svæðisins.

Á myndinni má sjá fulltrúa GSE, þá Högna Friðþjófsson og Þórarinn Sófusson, ásamt bæjarstjóra og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.

Ábendingagátt