
Uppbygging í grónu hverfi við íþróttamiðstöð Hauka á Ásvöllum
Um er að ræða einstaka fjölbýlishúsalóð á Ásvöllum 3 í Hafnarfirði. Á lóðinni verða byggð 5 fjölbýlishús á 2-5 hæðum, alls 104 íbúðir. Bílastæði má hafa að hluta í bílakjallara á einni hæð. Um er að ræða einstaka og vel staðsetta lóð í grónu hverfi við íþróttamiðstöð Hauka á Ásvöllum gengt Ásvallalaug og við friðland Ástjarnar. Stutt er í alla verslun, þjónustu og menningu. Vellirnir í Hafnarfirði eru vinsælt og fjölskylduvænt hverfi með fjölbreyttum möguleikum til afþreyingar og útivistar.

Ásvellir 3 séð frá Ásvallalaug