Nýtt íbúðahverfi sunnan Reykjanesbrautar yst í Hafnarfirði

Hamranes er 25 hektara nýbyggingarsvæði sem rís sunnan Skarðshlíðarhverfis og Vallahverfis í Hafnarfirði. Framkvæmdir við lóðir í Hamranesi hófust í upphafi árs 2021 og mun þar rísa um 1.900 íbúða hverfi á næstu mánuðum og árum. Áætlaður íbúafjöldi er um 4.750. Í hverfinu er gert ráð fyrir grunnskóla og tveimur fjögurra deilda leikskólum auk hjúkrunarheimilis. Uppbygging í hverfinu stendur yfir og hafa frumbyggjar í hverfinu þegar flutt inn.

Hátt í 2.560 íbúðir fyrir um 6.350 íbúa í tveimur nýjum hverfum

Samanlagt er áætlað að íbúafjöldi Hamraness og Skarðshlíðarhverfis verði rúmlega 6.000 í um 2.500 íbúðum. Í Vallahverfi sem stendur næst þessum hverfum búa rétt rúmlega 5.700 íbúar í dag. Þannig er gert ráð fyrir að heildarfjöldi á þessu svæði sunnan Reykjanesbrautar yst í Hafnarfirði tvöfaldist á næstu árum.

hamranesgparkitektar

Mikil innviðauppbygging

Mikil innviðauppbygging er að eiga sér stað samhliða aukinni eftirspurn og uppbyggingu og hefur þjónusta á svæðinu aukist til muna síðustu mánuði og ár. Á Ásvöllum er aðstaða til íþróttaiðkunar til fyrirmyndar og á árinu 2021 var fyrsta skóflustungan tekin að nýju og glæsilegu knattspyrnuhúsi sem eflir og styrkir aðstöðuna enn frekar. Opnað var fyrir umferð á tvöfaldri Reykjanesbraut í nóvember 2020 og Ásvallabraut, sem tengir ný íbúðahverfi við Kaldárselsveg, opnuð á haustmánuðum 2021. Grunnskóli, leikskóli og tónlistarskóli eru þegar í rekstri í Skarðshlíðarhverfi.

Skarðshlíð 2

Deiliskipulag reita í Hamranesi má nálgast á Kortavef bæjarins – velja deiliskipulag í valstiku til hægri og finna svæði

Ábendingagátt