Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Mikil uppbygging er að eiga sér stað á gamla Dvergsreitnum, breytingar sem hafa það að markmiði að tengja með fallegum hætti nýja byggð við eldri byggð. Við mótun nýrrar byggðar er leitast við að fella húsin að aðliggjandi byggð við Suðurgötu, Lækjargötu og Brekkugötu hvað varðar stærðarhlutföll, form og efnisval. Lækjargata 2 er á eftirsóknarverðu svæði fyrir íbúðarbyggð og af henni er útsýni yfir Lækinn, kirkjusvæðið og hluta miðbæjarins. Á lóðinni stóð áður Dvergshúsið sem rifið var sumarið 2017.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á hátíðarfundi sínum í Góðtemplarahúsinu á 100 ára kaupstaðarafmæli Hafnarfjarðar þann 1. júní 2008 að haldin yrði samkeppni um deiliskipulag og uppbyggingu á Dvergslóðinni, Lækjargötu 2. Eitt af höfuðmarkmiðum með samkeppninni var að endurheimta fyrra yfirbragð byggðarinnar eins og hægt væri. Á næstu lóð stendur Gúttó, eitt þekktasta samkomuhús Hafnarfjarðar, sem er samofið rúmlega 100 ára sögu bæjarins og gerir deiliskipulagið ráð fyrir að vegur þess og virðing verði styrkt.
Vorið 2017 óskaði Hafnarfjarðarbær eftir umsóknum um þátttökurétt í útboði á byggingarrétti á lóðinni. Í samkeppnina bárust ólíkar tillögur sem þó báru með sér líkan keim frá fjórum aðilum. Við ákvörðunartöku var horft til útlits og arkitektúrs umfram kostnað og því til þess tilboðs sem best þótti samræmast fyrri ákvörðunum. Vinningstillögu um nýja blandaða byggð á Dvergsreitnum unnu TRÍPÓLÍ og KRADS í samstarfi við Landmótun fyrir GG verk sem nú hefst handa við framkvæmdir.
Byggingarleyfi Krads ehf. fh. lóðarhafa var samþykkt á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 5. maí sl. Um er að ræða fjölbýlishúsaklasa sem er ein til tvær hæðir auk nýtilegrar rishæðar og kjallara, með samtals 23 íbúðum, ásamt atvinnurými.
Teikningar eru aðgengilegar í gegnum Kortavef bæjarins
Deiliskipulag má nálgast á Kortavef bæjarins – velja deiliskipulag í valstiku til hægri og finna svæði