Upplifunarhúsin á Thorsplani fyrir þig

Fréttir

Nýta má glerhúsin við jaðar Thorsplans á Strandgötunni fyrir gleðilega viðburði, vörukynningar og þjónustu. Þau má panta í gegnum hafnarfjordur@hafnarfjordur.is.

Glerfínt tækifæri á Thorsplani!

Nýta má glerhúsin við jaðar Thorsplans á Strandgötunni fyrir gleðilega viðburði, vörukynningar og þjónustu. Glerhúsin á Thorsplani eru tvö. Þar má bjóða  upp á alls konar gómstætt, skapandi en einnig njóta með sínum og  vinum. Þar hafa strákarnir í Studio 22O til að mynda boðið upp á pop-up klippingu og þar hefur Helvítis Kokkurinn farið á kostum með eldpiparsulturnar sínar. Nýta má glerhúsin sem sýningarrými.

Húsin bíða þín þegar þú pantar!

Ertu með góða hugmynd, langar að koma vinahópnum á óvart eða njóta þess að vera í hjarta Hafnarfjarðar varin veðri á vindum þá bíða glerhúsin eftir þér. Húsin má panta í gegnum hafnarfjordur@hafnarfjordur.is. Þeim þarf að skila í toppstandi, rétt eins og komið var að húsunum.

Góða skemmtun í hjarta Hafnarfjarðar!

Ábendingagátt